Enski boltinn

Rio segist varla hafa snert Adam

Rio lætur hér Adam heyra það eftir dýfuna.
Rio lætur hér Adam heyra það eftir dýfuna.
Rio Ferdinand, varnarmaður Man. Utd, var allt annað en sáttur við Charlie Adam, leikmann Liverpool, en Adam fiskaði aukaspyrnuna sem Gerrard síðan skoraði úr.

"Þetta var nánast engin snerting. Í það minnsta ekki næg snerting til þess að hann þurfi að detta. Svona er þetta víst í dag og þýðir ekki að velta sér upp úr því," sagði Rio.

"Við erum sáttir við stigið. Þeir pressuðu okkur undir lok leiksins. Við spiluðum samt ágætlega í síðari hálfleik og hefðum getað gert betur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×