Enski boltinn

Gerrard: Ætlaði að lyfta boltanum yfir vegginn

Gerrard skorar hér í dag.
Gerrard skorar hér í dag.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, var í byrjunarliði félagsins í fyrsta skipti í hálft ár í dag. Hann byrjaði með látum því hann skoraði mark Liverpool í 1-1 jafnteflinu.

Mark Gerrard kom beint úr aukaspyrnu. Gerrard getur reyndar þakkað Ryan Giggs fyrir markið enda færði Giggs sig frá boltanum sem er afar einkennileg hegðun í varnarvegg.

"Þetta var ekkert sérstök spyrna. Ég ætlaði reyndar að lyfta boltanum yfir vegginn en heppnin var með mér því boltinn fór í gegnum vegginn," sagði Gerrard.

"Stuðningsmenn okkar eru eflaust svekktir með úrslitin enda vorum við ekki fjarri því að taka öll stigin eins og við ætluðum okkur að gera.

"Það er frábært að vera kominn aftur í slaginn og vonandi verð ég heppinn með meiðsli það sem eftir lifir tímabils."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×