Enski boltinn

Mancini: Við þurfum að spila enn betur

Balotelli skoraði glæsilegt mark gegn Villa í dag.
Balotelli skoraði glæsilegt mark gegn Villa í dag.
Roberto Mancini, stjóri Man. City, var ánægður með strákana sína í dag sem lögðu Aston Villa, 4-1, og komust með sigrinum á topp ensku úrvalsdeildarinnar.

Þó svo Mancini hafi verið ánægður með liðið í dag telur hann að það geti gert enn betur og hann ætlast til þess að liðið sýni meira en það hefur gert hingað til.

"Við höfum byrjað tímabilið mjög vel. Við vissum að þetta yrði erfið vika þar sem við þurfum að spila gegn Villa, Villarreal og svo Man. Utd. Það er mikið að gerast í kollinum á okkur," sagði Mancini.

"Það er algjör óþarfi að missa sig. Við erum bara búnir að spila átta leiki í deildinni og það er þrjátíu leikir eftir. Það verður samt gaman að fara á Old Trafford og vera í toppsætinu. Við skiljum samt að það er löng og erfið barátta eftir.

"Við ætlum okkur að berjast allt til enda. Þó svo við séum að spila vel þá þurfum við að spila enn betur."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×