Enski boltinn

Ashley Cole ætlar sér að klára ferilinn hjá Chelsea

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ashley Cole í leik með Chelsea um helgina.
Ashley Cole í leik með Chelsea um helgina. Mynd. / Getty Images
Ashley Cole, leikmaður Chelsea, ætlar sér að vera næstu árin hjá félaginu og hefur því blásið á allar sögusagnir þess efnis að hann sé jafnvel á leiðinni frá Englandi.

Bæði Barcelona og Anzhi Makhachkala hafa sýnt leikmanninum mikinn áhuga og hafa enskir fjölmiðlar haldið því fram að leikmaðurinn væri jafnvel á förum frá félaginu eftir tímabilið.

Samningurinn hans við Chelsea rennur út eftir tímabilið, en leikmaðurinn vill ólmur klára ferilinn sinn hjá félaginu.

Forráðarmenn Chelsea hafa komist að samkomulagi við leikmanninn um nýjann samning og allar líkur eru því að þessi frábæri bakvörður verði lengur hjá félaginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×