Enski boltinn

Ekotto: Leikmenn spila aðeins fyrir peninga, ekki klúbbinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Assou-Ekotto sést hér kljást við Luis Suárez.
Assou-Ekotto sést hér kljást við Luis Suárez. Mynd. / Getty Images
Assou-Ekotto, leikmaður Tottenham Hotspurs, er aldrei feimin við að tjá sig frjálslega í enskum fjölmiðlum og þá sérstaklega um heim atvinnumannsins í knattspyrnu.

Lélegt hugafar og sjálfselska er ráðandi hjá knattspyrnumönnum að mati Ekotto, en hann telur að leikmenn spili aðeins fyrir peninga en ekki fyrir klúbbinn sjálfan.

„Ég er enginn undantekning, ég spila fótbolta til að gera líf mitt auðveldara og tryggja framtíð mína".

„Ég spila fótbolta peningana vegna, rétt eins og allir aðrir sem vakna upp á morgnanna og fara í vinnuna".

„Það fer í taugarnar á mér þegar knattspyrnumenn tala um að þeir leggi sig svo mikið fram af ást af félaginu, þeir gera það aðeins fyrir peninga".




Fleiri fréttir

Sjá meira


×