Fótbolti

Stuðningsmaður Köln: Lofar erótískum dansi komist liðið í Evrópukeppni

Leikmenn Köln eru á góðu skriði í þýsku úrvalsdeildinni en eftir 2-0 sigur á Hannover um helgina er liðið komið upp í 10. sæti. Köln er nú aðeins fjórum stigum frá Evrópusæti og takist liðinu að tryggja sér það er von á góðu í liðspartýinu í mótslok.

Daniela Sudau er 23 ára gömul og sat nýverið fyrir í Playboy. Hún er með línurnar í lagi og er yfirlýstur stuðningsmaður Kölnarliðsins. Daniela hefur ákveðið að reyna að kveikja í leikmönnum Kölnar með því að lofa þeim erótískum dansi tryggi þeir liðinu sæti í Evrópukeppni á næsta tímabili.

„Ég býst við því að Köln endi um miðja töflu en ef þeir komast í Evrópukeppni þá mun ég bjóða þeim upp á erótískan dans," sagði Daniela Sudau í viðtali við staðarblaðið Express.

Köln fékk aðeins eitt stig út úr fyrstu þremur leikjum sínum á leiktíðinni en hefur síðan unnið þrjá af síðustu fjórum leikjum sínum. Landsliðsmaðurinn Lukas Podolski hefur skorað fimm mörk í þessum leikjum þar á meðal bæði mörkin í sigrinum á Hannover 96 um helgina.

Það hefur ekki gengið vel hjá Köln undanfarna áratugi en liðið hefur endaði í 10 til 13. sæti undanfarin þrjú tímaibil og það eru liðin tuttugu ár síðan liðið komst síðast inn á topp fjögur. Köln varð síðast meistari 1977–78.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×