Fótbolti

Eiður Smári: Kem sterkur til baka

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Eiður Smári á sjúkrahúsi í Grikklandi í dag. Við hlið hans situr sonur hans, Sveinn Aron.
Eiður Smári á sjúkrahúsi í Grikklandi í dag. Við hlið hans situr sonur hans, Sveinn Aron. Mynd/aek365.gr
Eiður Smári Guðjohnsen er staðráðinn í að spila á ný eftir að hann tvífótbrotnaði í leik með liði sínu, AEK Aþenu í Grikklandi, nú um helgina.

Eiður Smári gekkst undir aðgerð í gær og mun hún hafa gengið vel, eftir því sem fram kemur í grískum fjölmiðlum.

„Svona er fótboltinn og svona lagað getur komið fyrir íþróttamenn,“ er haft eftir honum ytra. „Mér líður strax betur og mun ég með hjálp læknanna koma sterkur til baka. Ég efast ekki um það.“

Stuðningsmenn AEK og annarra liða í Grikklandi hafa sent honum margar kveðjur og var Eiður Smári þakklátur fyrir þær. „Þakka ykkur öllum fyrir. Ég mun gera mitt allra besta til að sjá ykkur aftur á vellinum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×