Wenger: Hálfur leikmannahópurinn vildi fara í sumar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. október 2011 09:15 Arsene Wenger. Mynd/Nordic Photos/Getty Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekkert lengur að fela það sem gekk á innan herbúða félagsins í sumar. Sumarið endaði á því að tveir bestu leikmenn liðsins, Cecs Fabregas og Samir Nasri, voru seldir og tímabilið byrjaði síðan skelfilega. Arsenal-liðið er hinsvegar að fóta sig á nýjan leik og vann mikilvægan sigur á Sunderland um síðustu helgi en þau þrjú stig skiluðu liðinu upp í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar. „Þetta var mjög erfitt sumar því hálfur leikmannahópurinn vildi fara. Við vorum að undirbúa okkur fyrir tímabil þar sem ekki var vitað hverjir væru að koma til félagsins og menn fóru að efast. Það sem bjargaði okkur var að við erum traustur og samheldinn klúbbur því mörg lið hefðu hrunið við slíkar aðstæður," sagði Arsene Wenger. „Fólk gleymir því oft að við misstum þrjá lykilmenn en ekki tvo. Við misstum líka [Jack] Wilshere. Liðið hefur því verið án þriggja lykilmiðjumanna. Nasri, Fábregas og Wilshere voru kjarni miðju liðsins á síðustu leiktíð," sagði Wenger en Wilshere hefur ekkert verið með vegna meiðsla. „Við erum vonsviknir með þessa byrjun á tímabilinu en við erum á uppleið. Við erum ekki of langt frá fjórða sætinu en við erum vissulega alltof langt frá toppinum," sagði Wenger. Hann skaut líka á þá leikmenn Arsenal sem hafa samið við Manchester City og gefið það út að þeir færu þangað til að vinna titla. „Þeir þurfa ekki að fara til City til að vinna titla. Ef þú berð saman hvaða titla Arsenal og Manchester City hafa verið að vinna þá ferð þú ekki til City til að vinna titla. Leikmenn fara til Manchester City af því að þar borga menn mun betur en hjá Arsenal. Það er skiljanlegt. Ef að leikmenn fengju þrisvar sinnum minna borgað hjá Barcelona eða Real Madrid en hjá Malaga þá myndu leikmennirnir fara til Malaga," sagði Wenger. „Ef leikmaður er að velja á milli tveggja metnaðarfullra félaga og getur fengið þrisvar sinnum meira borgað hjá öðru félaginu þá fer hann þangað. Það er bara rökrétt," sagði Wenger. Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, er ekkert lengur að fela það sem gekk á innan herbúða félagsins í sumar. Sumarið endaði á því að tveir bestu leikmenn liðsins, Cecs Fabregas og Samir Nasri, voru seldir og tímabilið byrjaði síðan skelfilega. Arsenal-liðið er hinsvegar að fóta sig á nýjan leik og vann mikilvægan sigur á Sunderland um síðustu helgi en þau þrjú stig skiluðu liðinu upp í efri hluta ensku úrvalsdeildarinnar. „Þetta var mjög erfitt sumar því hálfur leikmannahópurinn vildi fara. Við vorum að undirbúa okkur fyrir tímabil þar sem ekki var vitað hverjir væru að koma til félagsins og menn fóru að efast. Það sem bjargaði okkur var að við erum traustur og samheldinn klúbbur því mörg lið hefðu hrunið við slíkar aðstæður," sagði Arsene Wenger. „Fólk gleymir því oft að við misstum þrjá lykilmenn en ekki tvo. Við misstum líka [Jack] Wilshere. Liðið hefur því verið án þriggja lykilmiðjumanna. Nasri, Fábregas og Wilshere voru kjarni miðju liðsins á síðustu leiktíð," sagði Wenger en Wilshere hefur ekkert verið með vegna meiðsla. „Við erum vonsviknir með þessa byrjun á tímabilinu en við erum á uppleið. Við erum ekki of langt frá fjórða sætinu en við erum vissulega alltof langt frá toppinum," sagði Wenger. Hann skaut líka á þá leikmenn Arsenal sem hafa samið við Manchester City og gefið það út að þeir færu þangað til að vinna titla. „Þeir þurfa ekki að fara til City til að vinna titla. Ef þú berð saman hvaða titla Arsenal og Manchester City hafa verið að vinna þá ferð þú ekki til City til að vinna titla. Leikmenn fara til Manchester City af því að þar borga menn mun betur en hjá Arsenal. Það er skiljanlegt. Ef að leikmenn fengju þrisvar sinnum minna borgað hjá Barcelona eða Real Madrid en hjá Malaga þá myndu leikmennirnir fara til Malaga," sagði Wenger. „Ef leikmaður er að velja á milli tveggja metnaðarfullra félaga og getur fengið þrisvar sinnum meira borgað hjá öðru félaginu þá fer hann þangað. Það er bara rökrétt," sagði Wenger.
Mest lesið Dómarinn hlýtur mikið lof fyrir stundarbræði í garð Jake Paul og Joshua Sport Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Enski boltinn Ronaldo á nærbuxunum lætur Elon Musk efast um sjálfan sig Fótbolti Stór nöfn úr leik á HM í pílukasti Sport Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Enski boltinn Tvær títanplötur settar í Jake Paul eftir kjálkabrotið Sport Gleði og sorg í sigri Liverpool Enski boltinn „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Enski boltinn Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Handbolti Slot fámáll um stöðuna á Isak Enski boltinn Fleiri fréttir „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Skírði soninn LFC og Mac Allister lét draum feðganna rætast Jóga og pílates lykillinn að snöggri endurkomu Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Alexander Isak fékk sænska gullboltann „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Amorim vill Neves Benti á hinn íslenska Dan Burn Lést á leiðinni heim úr fótboltaleik Forsætisráðherrann hótar Roman Abramovich og segir að „klukkan tifi“ „Sýnum kvennaíþróttir af því að þær eru frábærar“ Snéri aftur í fótbolta eftir 35 ára hlé: „Kalla mig Jackie Grealish“ Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Ungstirnið skallaði meistarana áfram Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram City sagt ætla að keppa við Liverpool og United um Semenyo Sjá meira