Öll úrslit kvöldsins: United og Real unnu - Agüero hetja City Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. október 2011 17:59 Nordic Photos / Getty Images Manchester-liðin United og City unnu í kvöld sína fyrstu sigra í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu en Real Madrid slátraði í kvöld franska liðinu Lyon á heimavelli, 4-0. City vann dramatískan sigur á Villarreal á heimavelli en sigurmarkið skoraði varamaðurinn Sergio Agüero á þriðju mínútu uppbótartímans. United vann svo 2-0 sigur á Oletul Galati í Rúmeníu en Wayne Rooney skoraði bæði mörk liðsins úr vítaspyrnum. Nemanja Vidic, fyrirliði United, fékk að líta rauða spjaldið í annars bragðdaufum leik. Leikurinn í Búkarest var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik en átti eftir að lifna við í þeim síðari. United stýrði leiknum lengst af en voru á stunum kærulausir í sendingum og buðu leikmenn oft hættunni heim. Besta færi þeirra ensku fékk Michael Carrick undir lok hálfleiksins þegar hann þrumaði hátt yfir mark heimamanna úr góðri stöðu í vítateignum. Wayne Rooney hefði svo átt að koma United yfir á 63. mínútu er hann fékk boltann í miðjum vítateignum frá Nani. Hann sneri bakinu í markið, sneri sér á punktinum en skot hans var hárfínt fram hjá marki heimamanna. Aðeins nokkrum mínútum síðar var vítaspyrnan dæmd. Rooney fékk stungusendingu inn fyrir vörn Galati og ætlaði að gefa á Hernandez sem var dauðafrír inn á teig. Sergiu Costin, fyrirliði Galati, blakaði sendingunni frá með höndinni og var vítaspyrna dæmd. Rooney skoraði af öryggi úr spyrnunni. Adam var þó ekki lengi í paradís og fékk Vidic, fyrirliði United, að líta beint rautt spjald fyrir að fara í heldur glæfralega tæklingu gegn Gabriel Giurgiu, leikmann Olati, aðeins þremur mínútum eftir markið. Brotið verðskuldaði áminningu en þýskur dómari leiksins, Felix Brych, sýndi Vidic umsvifalaust það rauða. Þrátt fyrir nokkrar ágætar marktilraunir heimamanna náðu leikmenn Manchester United náðu þó að halda jafnvægi í leiknum allt til loka og varð jafnt í liðunum þegar að Milan Perendija, varnarmaður Galati, fékk að líta sína aðra áminningu og þar með rautt á 89. mínútu. Nani komst nálægt því að skora mínútu síðar er hann átti skot í stöng og í fyrstu mínútu uppbótartímans var önnur vítaspyrna dæmd United í hag eftir að brotið var á Rooney í teig heimamanna. Rooney skoraði öðru sinni af öryggi og tryggði United þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Meistaradeild Evrópu.Agüero dýrmætur fyrir City City lenti snemma undir gegn Villarreal en Spánverjarnir skoruðu úr sinni fyrstu sókn í leiknum. David Silva gerði sjaldséð mistök er hann misti boltann og gestirnir komust í sókn. Joe Hart varði frá Giuseppe Rossi en hélt ekki boltanum - Cani náði frákastinu og kom Villarreal yfir. Þeir bláklæddu stýrðu þó leiknum af öryggi og Aleksandar Kolarov var duglegur að dæla boltanum inn á teig. Roberto Mancini var þó ekki sáttur og skipti Adam Johnson út af fyrir Gareth Barry á 40. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom svo jöfnunarmark City. Kolorov gaf enn einu sinni sendingu inn á teig en hún var ætluð Edin Dzeko. Carlos Marchena, varnarmaður Villarreal, renndi sér fyrir boltann en varð fyrir því óláni að stýra knettinum í eigið net. Bæði lið fengu tækifæri í síðari hálfleik til að skora öðru sinni en virtist fyrirmunað að koma knettinum í mark andstæðingsins. Ekki fyrr en að Agüero kom til sögunnar. Hann lúrði á fjærstöng eftir fyrirgjöf Pablo Zabaleta frá hægri sem David Silva svo framlengdi með hælsendingu. Það var rangstöðufnykur af markinu sem stóð engu að síður gott og gilt og trylltist lýðurinn á City of Manchester-vellinum. City þurfti nauðsynlega á sigrinum að halda og er nú stigi á eftir Napoli í þriðja sæti deildarinnar.Bayern tapaði stigum á Ítalíu Bayern München er á toppi riðilsins með sjö stig en liðið fékk í kvöld sitt fyrsta mark á sig síðan í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í byrjun ágúst. Holger Badstuber, markvörður Bayern, var þar reyndar sjálfur að verki og jafnaði metin fyrir heimamenn í Napoli. Toni Kroos hafði komið Bæjurum yfir strax á annarri mínútu og Mario Gomez fékk kjörið tækifæri til að endurheimta forystuna í upphafi síðari hálfleiks en Morgan De Sanctis varði vítaspyrnuna sem hafði verið dæmd á Paolo Cannovaro fyrir að handleika knöttinn í teignum. Bæjarar þurftu þó að sætta sig við orðinn hlut þrátt fyrir nokkur góð færi í seinni hálfleiknum.Madrídingar á flugi Real Madrid vann öruggan sigur á Lyon í D-riðli, 4-0, og Ajax vann sömuleiðis afar dýrmætan sigur á Dinamo Zagreb í Króatíu í fjarveru Kolbeins Sigþórssonar, sem er meiddur. Real með fullt hús stiga í riðlinum en Lyon og Ajax eru bæði með fjögur stig eftir þrjá leiki.Úrslit og markaskorarar:A-riðill:Napoli - Bayern München 1-1 0-1 Toni Kroos (2.) 1-1 Holger Badstuber, sjálfsmark (39.)Manchester City - Villarreal 2-1 0-1 Cani (4.) 1-1 Carlos Marchena, sjálfsmark (43.) 2-1 Sergio Agüero (93.)Staðan: Bayern 7 stig, Napoli 5, Manchester City 4, Villarreal 4.B-riðill:CSKA Moskva - Trabzonspor 3-0 1-0 Seydou Doumbia (29.) 2-0 Aleksandrs Cauna (76.) 3-0 Seydou Doumbia (86.)Lille - Inter Milan 0-1 0-1 Giampaolo Pazzini (22.)Staðan: Inter 6 stig, CSKA Moskva 4, Trabzonspor 4, Lille 2.C-riðill:Basel - Benfica 0-2 0-1 Bruno César (20.) 0-2 Oscar Cardozo (75.)Otelul Galati - Manchester United 0-2 0-1 Wayne Rooney, víti (64.) 0-2 Wayne Rooney, víti (91.) Rautt: Nemanja Vidic, Manchester United (67.)Staðan: Benfica 7 stig, Manchester United 5, Basel 4, Otelul Galati 0.D-riðill:Real Madrird - Lyon 4-0 1-0 Karim Benzema (19.) 2-0 Sami Khedira (47.) 3-0 Mesut Özil (55.) 4-0 Sergio Ramos (81.)Dinamo Zagreb - Ajax 0-2 0-1 Derek Boerrigter (49.) 0-2 Cristian Eriksen (90.)Staðan: Real Madrid 9, Ajax 4, Lyon 4, Dinamo Zagreb 0. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira
Manchester-liðin United og City unnu í kvöld sína fyrstu sigra í Meistaradeild Evrópu á tímabilinu en Real Madrid slátraði í kvöld franska liðinu Lyon á heimavelli, 4-0. City vann dramatískan sigur á Villarreal á heimavelli en sigurmarkið skoraði varamaðurinn Sergio Agüero á þriðju mínútu uppbótartímans. United vann svo 2-0 sigur á Oletul Galati í Rúmeníu en Wayne Rooney skoraði bæði mörk liðsins úr vítaspyrnum. Nemanja Vidic, fyrirliði United, fékk að líta rauða spjaldið í annars bragðdaufum leik. Leikurinn í Búkarest var ekki upp á marga fiska í fyrri hálfleik en átti eftir að lifna við í þeim síðari. United stýrði leiknum lengst af en voru á stunum kærulausir í sendingum og buðu leikmenn oft hættunni heim. Besta færi þeirra ensku fékk Michael Carrick undir lok hálfleiksins þegar hann þrumaði hátt yfir mark heimamanna úr góðri stöðu í vítateignum. Wayne Rooney hefði svo átt að koma United yfir á 63. mínútu er hann fékk boltann í miðjum vítateignum frá Nani. Hann sneri bakinu í markið, sneri sér á punktinum en skot hans var hárfínt fram hjá marki heimamanna. Aðeins nokkrum mínútum síðar var vítaspyrnan dæmd. Rooney fékk stungusendingu inn fyrir vörn Galati og ætlaði að gefa á Hernandez sem var dauðafrír inn á teig. Sergiu Costin, fyrirliði Galati, blakaði sendingunni frá með höndinni og var vítaspyrna dæmd. Rooney skoraði af öryggi úr spyrnunni. Adam var þó ekki lengi í paradís og fékk Vidic, fyrirliði United, að líta beint rautt spjald fyrir að fara í heldur glæfralega tæklingu gegn Gabriel Giurgiu, leikmann Olati, aðeins þremur mínútum eftir markið. Brotið verðskuldaði áminningu en þýskur dómari leiksins, Felix Brych, sýndi Vidic umsvifalaust það rauða. Þrátt fyrir nokkrar ágætar marktilraunir heimamanna náðu leikmenn Manchester United náðu þó að halda jafnvægi í leiknum allt til loka og varð jafnt í liðunum þegar að Milan Perendija, varnarmaður Galati, fékk að líta sína aðra áminningu og þar með rautt á 89. mínútu. Nani komst nálægt því að skora mínútu síðar er hann átti skot í stöng og í fyrstu mínútu uppbótartímans var önnur vítaspyrna dæmd United í hag eftir að brotið var á Rooney í teig heimamanna. Rooney skoraði öðru sinni af öryggi og tryggði United þar með sinn fyrsta sigur á tímabilinu í Meistaradeild Evrópu.Agüero dýrmætur fyrir City City lenti snemma undir gegn Villarreal en Spánverjarnir skoruðu úr sinni fyrstu sókn í leiknum. David Silva gerði sjaldséð mistök er hann misti boltann og gestirnir komust í sókn. Joe Hart varði frá Giuseppe Rossi en hélt ekki boltanum - Cani náði frákastinu og kom Villarreal yfir. Þeir bláklæddu stýrðu þó leiknum af öryggi og Aleksandar Kolarov var duglegur að dæla boltanum inn á teig. Roberto Mancini var þó ekki sáttur og skipti Adam Johnson út af fyrir Gareth Barry á 40. mínútu. Aðeins þremur mínútum síðar kom svo jöfnunarmark City. Kolorov gaf enn einu sinni sendingu inn á teig en hún var ætluð Edin Dzeko. Carlos Marchena, varnarmaður Villarreal, renndi sér fyrir boltann en varð fyrir því óláni að stýra knettinum í eigið net. Bæði lið fengu tækifæri í síðari hálfleik til að skora öðru sinni en virtist fyrirmunað að koma knettinum í mark andstæðingsins. Ekki fyrr en að Agüero kom til sögunnar. Hann lúrði á fjærstöng eftir fyrirgjöf Pablo Zabaleta frá hægri sem David Silva svo framlengdi með hælsendingu. Það var rangstöðufnykur af markinu sem stóð engu að síður gott og gilt og trylltist lýðurinn á City of Manchester-vellinum. City þurfti nauðsynlega á sigrinum að halda og er nú stigi á eftir Napoli í þriðja sæti deildarinnar.Bayern tapaði stigum á Ítalíu Bayern München er á toppi riðilsins með sjö stig en liðið fékk í kvöld sitt fyrsta mark á sig síðan í fyrstu umferð þýsku úrvalsdeildarinnar í byrjun ágúst. Holger Badstuber, markvörður Bayern, var þar reyndar sjálfur að verki og jafnaði metin fyrir heimamenn í Napoli. Toni Kroos hafði komið Bæjurum yfir strax á annarri mínútu og Mario Gomez fékk kjörið tækifæri til að endurheimta forystuna í upphafi síðari hálfleiks en Morgan De Sanctis varði vítaspyrnuna sem hafði verið dæmd á Paolo Cannovaro fyrir að handleika knöttinn í teignum. Bæjarar þurftu þó að sætta sig við orðinn hlut þrátt fyrir nokkur góð færi í seinni hálfleiknum.Madrídingar á flugi Real Madrid vann öruggan sigur á Lyon í D-riðli, 4-0, og Ajax vann sömuleiðis afar dýrmætan sigur á Dinamo Zagreb í Króatíu í fjarveru Kolbeins Sigþórssonar, sem er meiddur. Real með fullt hús stiga í riðlinum en Lyon og Ajax eru bæði með fjögur stig eftir þrjá leiki.Úrslit og markaskorarar:A-riðill:Napoli - Bayern München 1-1 0-1 Toni Kroos (2.) 1-1 Holger Badstuber, sjálfsmark (39.)Manchester City - Villarreal 2-1 0-1 Cani (4.) 1-1 Carlos Marchena, sjálfsmark (43.) 2-1 Sergio Agüero (93.)Staðan: Bayern 7 stig, Napoli 5, Manchester City 4, Villarreal 4.B-riðill:CSKA Moskva - Trabzonspor 3-0 1-0 Seydou Doumbia (29.) 2-0 Aleksandrs Cauna (76.) 3-0 Seydou Doumbia (86.)Lille - Inter Milan 0-1 0-1 Giampaolo Pazzini (22.)Staðan: Inter 6 stig, CSKA Moskva 4, Trabzonspor 4, Lille 2.C-riðill:Basel - Benfica 0-2 0-1 Bruno César (20.) 0-2 Oscar Cardozo (75.)Otelul Galati - Manchester United 0-2 0-1 Wayne Rooney, víti (64.) 0-2 Wayne Rooney, víti (91.) Rautt: Nemanja Vidic, Manchester United (67.)Staðan: Benfica 7 stig, Manchester United 5, Basel 4, Otelul Galati 0.D-riðill:Real Madrird - Lyon 4-0 1-0 Karim Benzema (19.) 2-0 Sami Khedira (47.) 3-0 Mesut Özil (55.) 4-0 Sergio Ramos (81.)Dinamo Zagreb - Ajax 0-2 0-1 Derek Boerrigter (49.) 0-2 Cristian Eriksen (90.)Staðan: Real Madrid 9, Ajax 4, Lyon 4, Dinamo Zagreb 0.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Fótbolti Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA Fótbolti Elvar Már til Póllands Körfubolti „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Fótbolti Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Körfubolti Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna Handbolti Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Fótbolti Cifuentes tekur við Leicester Fótbolti Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Körfubolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Fleiri fréttir Fyrrum dýrasti enski leikmaðurinn mættur í F-deildina Stuðningsmenn Palace mótmæla ákvörðun UEFA „Við erum alls ekki hættir, þetta er rétt að byrja“ Cifuentes tekur við Leicester Sænsku meistararnir örugglega áfram Uppgjörið: Breiðablik - Egnatia 5-0 | Algjör einstefna á Kópavogsvelli Elvis snúinn aftur Liverpool tilbúið að slá metið aftur „Ekki jafn miklar þreifingar og ekki jafn lokaður leikur“ KR-ingar hafa enn ekki unnið útileik í sumar Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Segir að HM félagsliða verði stærri en Meistaradeildin Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Toone með sögulega fullkomna tölfræði „Það var engin taktík“ Jóhannes kominn aftur heim en ekki með KR í kvöld Uppgjörið: ÍA - KR 1-0 | Skagamenn náðu fram hefndum Uppgjörið: ÍBV - Stjarnan | Nauðsynlegur sigur fyrir Eyjamenn Sjáðu öll tíu mörk Messi í nýjasta metinu hans Árni farinn frá Fylki Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Skoraði sigurmark gegn Manchester United og er nú kominn til Barcelona „Mikið undir fyrir bæði lið“ Skoraði fjögur í fyrri hálfleik en öll voru dæmd af Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Ætla að spila HM-leikina meira innanhúss næsta sumar Sjá meira