Fótbolti

Don Julio endurkjörinn formaður áttunda skiptið í röð

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Julio Grondona með Sepp Blatter.
Julio Grondona með Sepp Blatter. Mynd/Nordic Photos/Getty
Julio Grondona, hægri hönd Sepp Blatter, forseta FIFA, fékk rússneska kosningu þegar hann var endurkjörinn formaður argentínska knattspyrnusambandsins en þetta var áttunda skiptið í röð sem Grondona er endurkjörinn formaður.

Julio Grondona semer er þekktur undir gælunafninu "Don Julio" í heimalandinu er orðinn áttræður en hann mun sitja í formannssætinu til ársins 2015. Grondona hefur verið forseti argentínska sambandsins frá árinu 1979.

„Ég er búinn að sinna þessu starfi að kosgæfni í 32 ár og vonandi breytist það ekkert. Ég er mjög ánægður að hafa stuðning ykkar allra," sagði Grondona.

Grondona hefur vakið heimsathygli fyrir níðummæli um enskan fótbolta en hann var einn helsti andstæðingur þess innan FIFA að Englendingar fengju að halda HM 2018 sem á endanum fór til Rússlands. Hann kallaði Englendinga síðan lygara og sjóræningja á FIFA-þinginu í júní.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×