Liverpool vann 2-0 sigur á tíu mönnum Everton Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2011 11:15 Mynd/Nordic Photos/Getty Liverpool vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Everton í 216. Merseyside-slagnum á Goodison Park í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool fór alla leið upp í 4. sæti deildarinnar með þessum sigri en það gæti breyst þegar hinir leikirnir í umferðinni klárast. Liverpool var manni fleiri í 68 mínútur en þurfti að bíða þangað til á 71. mínútu til að brjóta loksins ísinn á móti baráttuglöðum Everton-mönnum sem þurftu ósanngjarnt að spila tíu á móti ellefu. Everton byrjaði leikinn mun betur og þeir Tim Cahill, Louis Saha og Sylvain Distin fengu allir fín færi á upphafsmínútunum en á móti var Luis Suarez klaufi að skora ekki úr frábæru skallafæri hinum megin. Leikurinn breyttist hinsvegar á 22. mínútu þegar Martin Atkinson dómari reif upp rauða spjaldið og rak Jack Rodwell útaf fyrir tæklingu á Luis Suarez. Þetta var hræðileg ákvörðun því þetta var ekki rautt, varla gult og eiginlega ekki einu sinni brot því Rodwell virtist vinna boltann. Dirk Kuyt fékk frábært færi til að koma Liverpool yfir á 44. mínútu þegar Phil Jagielka felldi Luis Suárez innan teigs og Martin Atkinson dæmdi víti. Tim Howard varði hinsvegar vítaspyrnuna frá Kuyt. Charlie Adam átti skömmu seinn þrumuskot í slá en tíu menn Everton sluppu með skrekkinn og fóru með hreint mark inn í hálfleik. Liverpool þurfti að bíða í rúmar 70 mínútur eftir fyrsta markinu en þeir Craig Bellamy og Steven Gerrard voru skömmu áður komnir inn á völlinn. Andy Carroll, líklegast slakasti maður vallarsins, skoraði fyrsta markið á 71. mínútu eftir sendingu José Enrique og undirbúning Bellamy. Carroll skoraði því í fyrsta Merseyside-slagnum sínum. Luis Suarez bætti við öðru marki á 82. mínútu leiksins eftir varnarmistök Leighton Baines og Sylvain Distin. Boltinn féll fyrir fætur Suarez í teignum og hann skoraði örugglega. Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Liverpool vann 2-0 sigur á nágrönnum sínum í Everton í 216. Merseyside-slagnum á Goodison Park í hádegisleik ensku úrvalsdeildarinnar. Liverpool fór alla leið upp í 4. sæti deildarinnar með þessum sigri en það gæti breyst þegar hinir leikirnir í umferðinni klárast. Liverpool var manni fleiri í 68 mínútur en þurfti að bíða þangað til á 71. mínútu til að brjóta loksins ísinn á móti baráttuglöðum Everton-mönnum sem þurftu ósanngjarnt að spila tíu á móti ellefu. Everton byrjaði leikinn mun betur og þeir Tim Cahill, Louis Saha og Sylvain Distin fengu allir fín færi á upphafsmínútunum en á móti var Luis Suarez klaufi að skora ekki úr frábæru skallafæri hinum megin. Leikurinn breyttist hinsvegar á 22. mínútu þegar Martin Atkinson dómari reif upp rauða spjaldið og rak Jack Rodwell útaf fyrir tæklingu á Luis Suarez. Þetta var hræðileg ákvörðun því þetta var ekki rautt, varla gult og eiginlega ekki einu sinni brot því Rodwell virtist vinna boltann. Dirk Kuyt fékk frábært færi til að koma Liverpool yfir á 44. mínútu þegar Phil Jagielka felldi Luis Suárez innan teigs og Martin Atkinson dæmdi víti. Tim Howard varði hinsvegar vítaspyrnuna frá Kuyt. Charlie Adam átti skömmu seinn þrumuskot í slá en tíu menn Everton sluppu með skrekkinn og fóru með hreint mark inn í hálfleik. Liverpool þurfti að bíða í rúmar 70 mínútur eftir fyrsta markinu en þeir Craig Bellamy og Steven Gerrard voru skömmu áður komnir inn á völlinn. Andy Carroll, líklegast slakasti maður vallarsins, skoraði fyrsta markið á 71. mínútu eftir sendingu José Enrique og undirbúning Bellamy. Carroll skoraði því í fyrsta Merseyside-slagnum sínum. Luis Suarez bætti við öðru marki á 82. mínútu leiksins eftir varnarmistök Leighton Baines og Sylvain Distin. Boltinn féll fyrir fætur Suarez í teignum og hann skoraði örugglega.
Mest lesið Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn Úlfarnir steinlágu gegn City Enski boltinn Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Enski boltinn Markalaust á Villa Park Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Enski boltinn Fleiri fréttir Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld „Maður er búinn að vera á nálum“ Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Xhaka gerður að fyrirliða tveimur vikum eftir að hann var keyptur Enska augnablikið: Englar og djöflar Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn