Enski boltinn

Manchester-liðin biðu lengi eftir fyrsta markinu en unnu bæði

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danny Welbeck fagnar marki sínu.
Danny Welbeck fagnar marki sínu. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester-liðin eru áfram jöfn á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir leiki dagsins. Manchester City vann 4-0 útisigur á Blackburn og Manchester United vann 2-0 heimasigur á nýliðum Norwich. Newcastle heldur áfram góðu gengi og er í þriðja sætinu eftir útisigur á Úlfunum.

Manchester United heldur efsta sætinu á markatölu eftir leikina í dag en nú munar aðeins einu marki. Bæði liðin eru með 19 stig en United hefur markatöluna 24-5 en City er með markatöluna 23-5.

Anderson og Danny Welbeck skoruðu mörk Manchester United í 2-0 sigri á nýliðum Norwich á Old Trafford. Phil Jones og Wayne Rooney sáu um undirbúninginn að fyrra markinu þegar þeir skölluðu boltann áfram til Anderson eftir horn frá Ryan Giggs. Danny Welbeck skoraði seinna marið eftir sendingu frá Ji-Sung Park.

Manchester City vann 4-0 útisigur á Blakcburn og vann þar með tvö mörk á United. Sergio Agüero haltraði útaf eftir 27. mínútur tognaður aftan í læri en það kom ekki að sök.

Adam Johnson braut ísinn með fyrsta markinu á 56. mínútu og fjórum mínútum síðar bætti Mario Balotelli við öðru marki. Samir Nasri sem kom inn fyrir Agüero, skoraði síðan þriðja markið og opnaði um leið markareikning sinn hjá félaginu. Varamaðurinn Stefan Savic skoraði síðan síðasta markið.

Newcastle hefur komið mörgum á óvart með frábærri byrjun en liðið er enn taplaust og þriðja sæti eftir 2-1 útisigur á Wolves.

Aston Villa er líka enn taplaust eftir 2-0 sigur á Wigan en sigurinn var langþráður eftir fjögur jafntefli í röð.

James Morrison og Shane Long komu West Bromwich Albion eftir aðeins sex mínútur en Nicklas Bendtner og Ahmed Elmohamady voru búnir að jafna þegar 26 mínútur voru liðnar. Það voru síðan ekki skoruðu fleiri mörk í leiknum og liðin gerðu 2-2 jafntefli.



Úrslit og markaskorarar í ensku úrvalsdeildinni í dag:

Everton - Liverpool 0-2

0-1 Andy Carroll (71.), 0-2 Luis Suárez (82.)

Aston Villa - Wigan 2-0

1-0 Gabriel Agbonlahor (36.), 2-0 Darren Bent (62.)

Blackburn - Manchester City 0-4

0-1 Adam Johnson (56.), 0-2 Mario Balotelli (60.), 0-3 Samir Nasri (73.),0-4 Stefan Savic (87.)

Manchester United - Norwich 2-0

1-0 Anderson (68.), 2-0 Danny Welbeck (87.)

Sunderland - West Bromwich 2-2

0-1 James Morrison (4.), 0-2 Shane Long (6.), 1-2 Nicklas Bendtner (24.), 2-2 Ahmed Elmohamady (26.)

Wolverhampton - Newcastle 1-2

0-1 Demba Ba (17.), 0-2 Jonas Gutierrez (38.), 1-2 Steven Fletcher (88.)

Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×