Enski boltinn

Varamarkvörðurinn Pantilimon búinn að fá númerið hans Tevez

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez lék númer 32 hjá City en gerir það ekki lengur.
Carlos Tevez lék númer 32 hjá City en gerir það ekki lengur. Mynd/AP
Carlos Tevez er núna búinn að missa númerið sitt hjá Manchester City því varamarkvörðurinn Costel Pantilimon var i treyju númer 32 þegar liðið sótti Blackburn Rovers heim í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Manchester City gaf enga formlega tilkynningu um númeraskiptin en glöggir blaðamenn tóku eftir því í dag þegar þeir fengu leikmannalistann að Tevez var ekki lengur skráður númer 32.

Tevez neitaði að koma inn á í 0-2 tapi Manchester City á móti Bayern Munchen í Meistaradeildinni á þriðjudaginn og á greinilega enga framtíð í félaginu.

Tevez var strax settur í tveggja vikna verkbann þar sem hann má hvorki æfa né spila með liðinu. Samkvæmt þessum fréttum þá ætlar stjórinn Roberto Mancini að standa við stóru orðin og sparka Tevex út úr klúbbnum.

Costel Pantilimon er 24 ára rúmenskur markvörður sem hefur spilað einn leik á tímabilinu, deildarbikarleik á móti Birmingham City.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×