Fótbolti

Eggert Gunnþór og félagar í Hearts lögðu Celtic af velli

Stefán Árni Pálsson skrifar
Rudi Skacel gerði fyrra mark Hearts í leiknum í dag.
Rudi Skacel gerði fyrra mark Hearts í leiknum í dag. Mynd. / Getty Images
Eggert Gunnþór Jónsson og félagið gerðu sér lítið fyrir og sigruðu Celtic í skosku úrvalsdeildinni í dag, en leiknum lauk með 2-0 sigri Hearts.

Leikurinn fór fram á heimavelli Hearts, Tynecastle, í Edinborg og er þetta virkilega sterkur sigur hjá Hearts.

Rudi Skacel kom heimamönnum yfir þegar um hálftími var eftir af leiknum. Kris Commons, leikmaður Celtic, fékk síðan að líta rauða spjaldið fimm mínútur síðar og róðurinn orðinn heldur þungur hjá gestunum.

Það var síðan tíu mínútum fyrir leikslok sem Ryan Stevenson innsiglaði sigurinn fyrir Hearst í leiknum.

Eggert Gunnþór lék allan leikinn fyrir Hearts, en félagið er í fjórða sæti deildarinnar með 15 stig, 13 stigum á eftir Rangers sem eru á toppi deildarinnar. Celtic er í þriðja sæti deildarinnar með 18 stig sem eru ekki ásættanlegt á þeim bænum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×