Fótbolti

Welbeck og Jones koma ekki í Laugardalinn

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Danny Welbeck ásamt Ryan Giggs.
Danny Welbeck ásamt Ryan Giggs. Nordic Photos / Getty Images
Þeir Danny Welbeck og Phil Jones, leikmenn Manchester United, voru í gær valdir í A-landslið Englands og koma því ekki með U-21 liðinu til Íslands fyrir leik liðanna á fimmtudaginn. Hið sama má segja um Kyle Walker hjá Tottenham.

Welbeck og Jones voru báðir valdir í landsliðshóp Stuart Pearce, þjálfara U-21 liðs Englands, en voru svo kallaðir í landsliðshóp Fabio Capello í gær, rétt eins og Walker sem skoraði í gær sigurmark Tottenham gegn Arsenal í ensku úrvalsdeildinni.

Fram undan er mikilvægur leikur Englands gegn Svartfjallalandi í undankeppni EM 2012 en leikmennirnir þrír hafa staðið sig vel með sínum liðum í upphafi leiktíðarinnar.

Það eru þó fjölmargir þekktir leikmenn sem koma með U-21 liði Englands hingað til lands. Meðal þeirra má nefna þá Jordan Henderson og Martin Kelly hjá Liverpool, Arsenal-manninn Alex Oxlade-Chamerblain, þá Ross Barkley og Jack Rodwell hjá Everton og Nathan Delfouneso frá Aston Villa.

Rodwell komst í fréttirnar um helgina fyrir að fá beint rautt spjald í leik Everton og Liverpool en dómurinn þótti ansi harður.

Hér má sjá leikmannahóp A-landsliðs Englands sem var valinn í gær:

Markverðir:

Scott Carson, Joe Hart, David Stockdale.

Varnarmenn:

Leighton Baines, Gary Cahill, Ashley Cole, Phil Jagielka, Phil Jones, Micah Richards, John Terry, Kyle Walker.

Miðvallarleikmenn:

Gareth Barry, Stewart Downing, Adam Johnson, Frank Lampard, James Milner, Scott Parker, Theo Walcott, Ashley Young.

Sóknarmenn:

Darren Bent, Andy Carroll, Wayne Rooney, Danny Welbeck, Bobby Zamora.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×