Enski boltinn

Phil Jones og Danny Welbeck báðir á leiðinni á Laugardalsvöllinn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Danny Welbeck.
Danny Welbeck. Mynd/Nordic Photos/Getty
Manchester United mennirnir Phil Jones og Danny Welbeck voru báðir valdir í landsliðshóp Stuart Pearce fyrir komandi leiki við Ísland og Noreg í undankeppni EM. Leikurinn við Ísland fer fram á Laugardalsvellinum 6. október næstkomandi.

Phil Jones og Danny Welbeck hafa báðir staðið sig mjög vel með United-liðinu það sem af er tímabilinu, Jones er orðinn fastamaður í miðri vörninni og Welbeck hefur skorað 4 mörk í 7 leikjum á tímabilinu þar á meðal tvö á móti Basel í Meistaradeildinni í gær.

Meðal annarra þekktra leikmanna í enska hópnum eru Liverpool-mennirnir Jordan Henderson og Martin Kelly, Alex Oxlade-Chamberlain frá Arsenal, Josh McEachran frá Chelsea og Jack Rodwell frá Evetrton.

Enska 21 árs landsliðið - allur hópurinn

Markmenn:

Ben Amos (Manchester United), Jack Butland (Cheltenham Town - á láni frá Birmingham), Declan Rudd (Norwich City)

Varnarmenn:

Nathan Baker (Aston Villa), Joe Bennett (Middlesbrough), Ryan Bennett (Peterborough United), Matthew Briggs (Fulham), Craig Dawson (West Bromwich Albion), Phil Jones (Manchester United), Martin Kelly (Liverpool), Adam Smith (MK Dons - á láni frá Tottenham Hotspur), Kyle Walker (Tottenham Hotspur)

Miðjumenn:

Ross Barkley (Everton), Gary Gardner (Aston Villa), Jordan Henderson (Liverpool), Henri Lansbury (West Ham United - á láni frá Arsenal), Jason Lowe (Blackburn Rovers), Josh McEachran (Chelsea), Alex Oxlade-Chamberlain (Arsenal), Jack Rodwell (Everton), Jonjo Shelvey (Liverpool)

Sóknarmenn:

Nathan Delfouneso (Aston Villa), Danny Rose (Tottenham Hotspur), Marvin Sordell (Watford), Martyn Waghorn (Hull City - á láni frá Leicester City), Danny Welbeck (Manchester United), Connor Wickham (Sunderland)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×