Enski boltinn

Ancelotti: Bestu félögin í Englandi koma aðeins til greina

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri Chelsea.
Carlo Ancelotti, fyrrum stjóri Chelsea. Nordic Photos / Getty Images
Carlo Ancelotti, fyrrverandi stjóri Chelsea, segist vilja halda áfram þjálfa í ensku úrvalsdeildinni en að aðeins stóru klúbbarnir komi þar til greina.

Þetta sagði hann í samtali við ítalska fjölmiðla í dag. „Ég hef mikinn vilja til að vera áfram í Englandi," sagði Ancelotti en hann var rekinn frá Chelsea fyrir fimm mánuðum síðan.

„Það er hvergi betra að vera fyrri þjálfara. En ég myndi aðeins íhuga að taka við stóru félögunum, þeirra á meðal Tottenham og Liverpool."

„Það er ljóst að það er að hitna undir Arsene Wenger og eftir nokkra mánuði verður enskur þjálfari ráðinn landsliðsþjálfari í stað Fabio Capello. Þá mun losna staða hjá félagi."

„En mér liggur ekkert á og mér líður ekki illa þó svo að ég sé ekki að þjálfa. Reyndar nýt ég lífsins eins og er," bætti Ancelotti við.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×