Fótbolti

Messi: Ég vinn ekki leiki landsliðsins einn

Messi gengur ekki jafn vel með Argentínu og Barcelona.
Messi gengur ekki jafn vel með Argentínu og Barcelona.
Lionel Messi virðist vera orðinn þreyttur á pressunni sem fylgir er hann spilar með argentínska landsliðinu. Hann er þá ítrekað gagnrýndur fyrir leik sinn enda nær hann sér ekki á sama flug þar og með Barcelona.

Messi er nú farinn að svara fyrir sig og hefur bent gagnrýnendum á að hann vinni ekki leiki einn síns liðs.

"Það er ekki til sá leikmaður sem vinnur leiki upp á eigin spýtur. Þannig er það hjá landsliðinu sem og hjá Barcelona. Það er liðsheildin sem vinnur sigra," sagði Messi en Argentína spilar gegn Chile á föstudag.

Messi hefur nú spilað 16 opinbera leiki í röð fyrir Argentínu án þess að skora.

Leikurinn á föstudag verður fyrsti leikur Argentínu undir stjórn Alejandro Sabella sem tók við liðinu er Sergio Batista var rekinn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×