Friðrik Schram: Þeir sem eru á móti samkynhneigð mæta fordómum 20. september 2011 10:44 Friðrik Schram, prestur Íslensku Kristskirkjunnar í Reykjavík. Friðrik Schram, prestur Kristskirkjunnar í Reykjavík, segist vera hafður fyrir rangri sök þegar honum voru gefnar upp þær skoðanir að honum þætti samkynhneigð synd og glæpsamleg. Þannig skrifar Friðrik í Fréttablaðið og á Vísi í dag að hann sé í raun fórnarlamb fordóma. „Nú er svo komið að þeir sem ekki fella sig við samlíf samkynhneigðra og hjúskap þeirra, eru taldir fordómafullir og sæta mismunun," skrifar Friðrik en tilefni greinarinnar er ákvörðun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem neitaði að veita Kristskirkjunni byggingarstyrk sem stjórn kirkjubyggingarsjóðs borgarinnar hafði ánafnað kirkjunni. Viðtal við mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, Önnu Kristinsdóttur, birtist í Fréttablaðinu 10. september síðastliðinn. Í því viðtali vill Friðrik meina að hann hafi verið hafður fyrir rangri sök. Hann líti ekki á samkynhneigð sem synd og áréttar: „Ég tek það einmitt fram í skrifum mínum á heimasíðu Íslensku Kristskirkjunnar, að hneigð sé ekki sama og verknaður. Margir samkynhneigðir lifa ekki kynlífi með fólki sama kyns, þótt þeir hafi tilhneigingar í þá átt. Þarna verðum við að gera greinarmun á og það geri ég." Hann bætir hinsvegar við að hann fari ekki í grafgötur með það að hann telji samlíf samkynhneigðra ekki rétt, „og byggist sú skoðun mín á kristinni siðfræði eins og hún hefur verið í 2000 ár. Ég er ekki að segja neitt nýtt, hvað það varðar." Svo virðist sem Friðrik upplifi skoðanakúgun að hálfu borgarinnar og spyr: „Ef maður lætur í ljós andúð á einhverri hegðun, er maður þá orðinn hættulegur þjóðfélaginu, og settar skorður a.m.k. hér í Reykjavík. Hef ég gert einhverjum mein og er ég núna undir smásjá mannréttindaráðs borgarinnar? Ég bara spyr." Hægt er að lesa grein Friðriks í viðhengi hér fyrir neðan. Tengdar fréttir Hafður fyrir rangri sök Tvennt vil ég undirstrika í upphafi þessa greinarkorns: Ég hef hvorki sagt að samkynhneigð sé synd né heldur glæpur eins og kom fram í fyrirsögn viðtals við mig hér í blaðinu laugardaginn 10. september. Mér þykir mjög leitt að blaðið skuli bera mig þessum sökum og álít að hér sé um einhverja fljótfærni að ræða af þess hálfu. 20. september 2011 09:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Friðrik Schram, prestur Kristskirkjunnar í Reykjavík, segist vera hafður fyrir rangri sök þegar honum voru gefnar upp þær skoðanir að honum þætti samkynhneigð synd og glæpsamleg. Þannig skrifar Friðrik í Fréttablaðið og á Vísi í dag að hann sé í raun fórnarlamb fordóma. „Nú er svo komið að þeir sem ekki fella sig við samlíf samkynhneigðra og hjúskap þeirra, eru taldir fordómafullir og sæta mismunun," skrifar Friðrik en tilefni greinarinnar er ákvörðun mannréttindaráðs Reykjavíkurborgar sem neitaði að veita Kristskirkjunni byggingarstyrk sem stjórn kirkjubyggingarsjóðs borgarinnar hafði ánafnað kirkjunni. Viðtal við mannréttindastjóra Reykjavíkurborgar, Önnu Kristinsdóttur, birtist í Fréttablaðinu 10. september síðastliðinn. Í því viðtali vill Friðrik meina að hann hafi verið hafður fyrir rangri sök. Hann líti ekki á samkynhneigð sem synd og áréttar: „Ég tek það einmitt fram í skrifum mínum á heimasíðu Íslensku Kristskirkjunnar, að hneigð sé ekki sama og verknaður. Margir samkynhneigðir lifa ekki kynlífi með fólki sama kyns, þótt þeir hafi tilhneigingar í þá átt. Þarna verðum við að gera greinarmun á og það geri ég." Hann bætir hinsvegar við að hann fari ekki í grafgötur með það að hann telji samlíf samkynhneigðra ekki rétt, „og byggist sú skoðun mín á kristinni siðfræði eins og hún hefur verið í 2000 ár. Ég er ekki að segja neitt nýtt, hvað það varðar." Svo virðist sem Friðrik upplifi skoðanakúgun að hálfu borgarinnar og spyr: „Ef maður lætur í ljós andúð á einhverri hegðun, er maður þá orðinn hættulegur þjóðfélaginu, og settar skorður a.m.k. hér í Reykjavík. Hef ég gert einhverjum mein og er ég núna undir smásjá mannréttindaráðs borgarinnar? Ég bara spyr." Hægt er að lesa grein Friðriks í viðhengi hér fyrir neðan.
Tengdar fréttir Hafður fyrir rangri sök Tvennt vil ég undirstrika í upphafi þessa greinarkorns: Ég hef hvorki sagt að samkynhneigð sé synd né heldur glæpur eins og kom fram í fyrirsögn viðtals við mig hér í blaðinu laugardaginn 10. september. Mér þykir mjög leitt að blaðið skuli bera mig þessum sökum og álít að hér sé um einhverja fljótfærni að ræða af þess hálfu. 20. september 2011 09:30 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Reiði vegna myndbands úr brúðkaupi Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Sjá meira
Hafður fyrir rangri sök Tvennt vil ég undirstrika í upphafi þessa greinarkorns: Ég hef hvorki sagt að samkynhneigð sé synd né heldur glæpur eins og kom fram í fyrirsögn viðtals við mig hér í blaðinu laugardaginn 10. september. Mér þykir mjög leitt að blaðið skuli bera mig þessum sökum og álít að hér sé um einhverja fljótfærni að ræða af þess hálfu. 20. september 2011 09:30