Torres skoraði og sá rautt - Arsenal, Chelsea og Liverpool unnu öll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2011 00:01 Torres fagnaði marki sínu vel en var rekinn útaf skömmu síðar. Það kom sem betur fer ekki að sök fyrir Chelsea. Nordic Photos / AFP Chelsea, Arsenal og Liverpool unnu öll heimasigra í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Framherjarnir Robin van Persie, Fernando Torres og Luis Suarez voru allir á skotskónum. Þá skoraði Demba Ba þrennu fyrir Newcastle. Arsenal tók á móti Bolton á Emirates-vellinum. Lundúnarliðið var sterkari aðilinn lengst af og komst yfir á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Þá skoraði Hollendingurinn Robin van Persie af stuttu færi. Varnarmaðurinn David Wheater fékk rautt spjald skömmu síðar og eftirleikurinn auðveldur fyrir heimamenn. Van Persie var aftur á ferðinni á 71. mínútu og Alex Song tryggði Arsenal 3-0 sigur með marki undir lokin. Chelsea vann 4-1 sigur á nýliðum Swansea á Stamford Bridge. Fernando Torres kom heimamönnum á bragðið á 28. mínútu og Ramires jók muninn í 2-0 með marki á 35. mínútu. Torres fékk svo að líta beint rautt spjald á 38. mínútu frá Mike Dean, dómara leiksins, fyrir háskalega tæklingu. Manni færri héldu leikmenn Chelsea haus. Ramires bætti við öðru marki sínu en Ashley Williams minnkaði muninn með skallamarki. Ramires hefði getað skorað þrennu fyrir Chelsea en honum brást bogalistin í upplögðu færi í viðbótartíma. Didier Drogba skoraði svo fjórða mark heimamanna í viðbótartíma. Liverpool hafði betur gegn Úlfunum - Demba Ba með þrennuLiverpool vann 2-1 sigur á Wolves í stórskemmtilegum leik á Anfield. Roger Johnson skoraði sjálfsmark snemma leiks og Luis Suarez bætti við öðru marki seint í fyrri hálfleik. Skotinn Steven Fletcher minnkaði muninn fyrir Úlfana í upphafi síðari hálfleiks. Skömmu síðar átti Andy Carroll skalla í stöng og liðin skiptust á að sækja. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og heimamenn unnu að lokum sanngjarnan sigur. Steven Gerrard kom inná sem varamaður hjá Liverpool í síðari hálfleik. Tottenham vann 1-2 útisigur á Wigan á DW-vellinum. Rafael van der Vaart kom Tottenham á bragðið strax á annarri mínútu með fallegu marki eftir undirbúning Emmanuel Adebayor. Walesverjinn Gareth Bale bætti við marki á 22. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Mohamed Diame minnkaði muninn fyrir Wigan á 49. mínútu og gaf heimamönnum von. Sú von varð að litlu þegar Steve Gohouri fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu. Demba Ba var hetja Newcastle sem vann 3-1 heimasigur á Blackburn Rovers. Senegalinn skoraði öll þrjú mörk heimamanna þar af tvö með skalla. David Hoilett minnkaði muninn í 2-1 fyrir gestina í fyrri hálfleik með glæsilegu marki. Svíinn Martin Olsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í síðari hálfleik. West Brom og Fulham gerðu markalaust jafntefli á Hawtohornes-vellinum. Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Chelsea, Arsenal og Liverpool unnu öll heimasigra í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Framherjarnir Robin van Persie, Fernando Torres og Luis Suarez voru allir á skotskónum. Þá skoraði Demba Ba þrennu fyrir Newcastle. Arsenal tók á móti Bolton á Emirates-vellinum. Lundúnarliðið var sterkari aðilinn lengst af og komst yfir á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Þá skoraði Hollendingurinn Robin van Persie af stuttu færi. Varnarmaðurinn David Wheater fékk rautt spjald skömmu síðar og eftirleikurinn auðveldur fyrir heimamenn. Van Persie var aftur á ferðinni á 71. mínútu og Alex Song tryggði Arsenal 3-0 sigur með marki undir lokin. Chelsea vann 4-1 sigur á nýliðum Swansea á Stamford Bridge. Fernando Torres kom heimamönnum á bragðið á 28. mínútu og Ramires jók muninn í 2-0 með marki á 35. mínútu. Torres fékk svo að líta beint rautt spjald á 38. mínútu frá Mike Dean, dómara leiksins, fyrir háskalega tæklingu. Manni færri héldu leikmenn Chelsea haus. Ramires bætti við öðru marki sínu en Ashley Williams minnkaði muninn með skallamarki. Ramires hefði getað skorað þrennu fyrir Chelsea en honum brást bogalistin í upplögðu færi í viðbótartíma. Didier Drogba skoraði svo fjórða mark heimamanna í viðbótartíma. Liverpool hafði betur gegn Úlfunum - Demba Ba með þrennuLiverpool vann 2-1 sigur á Wolves í stórskemmtilegum leik á Anfield. Roger Johnson skoraði sjálfsmark snemma leiks og Luis Suarez bætti við öðru marki seint í fyrri hálfleik. Skotinn Steven Fletcher minnkaði muninn fyrir Úlfana í upphafi síðari hálfleiks. Skömmu síðar átti Andy Carroll skalla í stöng og liðin skiptust á að sækja. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og heimamenn unnu að lokum sanngjarnan sigur. Steven Gerrard kom inná sem varamaður hjá Liverpool í síðari hálfleik. Tottenham vann 1-2 útisigur á Wigan á DW-vellinum. Rafael van der Vaart kom Tottenham á bragðið strax á annarri mínútu með fallegu marki eftir undirbúning Emmanuel Adebayor. Walesverjinn Gareth Bale bætti við marki á 22. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Mohamed Diame minnkaði muninn fyrir Wigan á 49. mínútu og gaf heimamönnum von. Sú von varð að litlu þegar Steve Gohouri fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu. Demba Ba var hetja Newcastle sem vann 3-1 heimasigur á Blackburn Rovers. Senegalinn skoraði öll þrjú mörk heimamanna þar af tvö með skalla. David Hoilett minnkaði muninn í 2-1 fyrir gestina í fyrri hálfleik með glæsilegu marki. Svíinn Martin Olsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í síðari hálfleik. West Brom og Fulham gerðu markalaust jafntefli á Hawtohornes-vellinum. Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enska augnablikið: Geðsturlun Georgíumannsins Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Gjörbreytt framlína Man United með tilkomu Šeško Arsenal tapar fyrstu tveimur leikjum sínum með Gyökeres Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Tölvuleikurinn Grand Theft Auto boðar mjög gott fyrir Man. United Lyon krækir í leikmann Liverpool Partey laus á skilorði Son verður sá dýrasti í sögunni Man. United bauð 74 milljónir punda í Sesko Shearer með skilaboð til Newcastle: Losið ykkur við Isak Sjáðu guttann skora geggjað mark fyrir Liverpool: Ný stjarna fædd á Anfield Eigandi Newcastle gæti hjálpað Liverpool að kaupa Isak Hinn óendanlegi leikmannahópur Chelsea Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield „Við erum Newcastle United“ Everton að ganga frá kaupum á miðjumanni Chelsea Áhorfendum vísað út af Anfield Barist um undirskrift Nunez „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Gott silfur gulli betra en hvað nú? Hato mættur á Brúnna Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti