Torres skoraði og sá rautt - Arsenal, Chelsea og Liverpool unnu öll Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2011 00:01 Torres fagnaði marki sínu vel en var rekinn útaf skömmu síðar. Það kom sem betur fer ekki að sök fyrir Chelsea. Nordic Photos / AFP Chelsea, Arsenal og Liverpool unnu öll heimasigra í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Framherjarnir Robin van Persie, Fernando Torres og Luis Suarez voru allir á skotskónum. Þá skoraði Demba Ba þrennu fyrir Newcastle. Arsenal tók á móti Bolton á Emirates-vellinum. Lundúnarliðið var sterkari aðilinn lengst af og komst yfir á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Þá skoraði Hollendingurinn Robin van Persie af stuttu færi. Varnarmaðurinn David Wheater fékk rautt spjald skömmu síðar og eftirleikurinn auðveldur fyrir heimamenn. Van Persie var aftur á ferðinni á 71. mínútu og Alex Song tryggði Arsenal 3-0 sigur með marki undir lokin. Chelsea vann 4-1 sigur á nýliðum Swansea á Stamford Bridge. Fernando Torres kom heimamönnum á bragðið á 28. mínútu og Ramires jók muninn í 2-0 með marki á 35. mínútu. Torres fékk svo að líta beint rautt spjald á 38. mínútu frá Mike Dean, dómara leiksins, fyrir háskalega tæklingu. Manni færri héldu leikmenn Chelsea haus. Ramires bætti við öðru marki sínu en Ashley Williams minnkaði muninn með skallamarki. Ramires hefði getað skorað þrennu fyrir Chelsea en honum brást bogalistin í upplögðu færi í viðbótartíma. Didier Drogba skoraði svo fjórða mark heimamanna í viðbótartíma. Liverpool hafði betur gegn Úlfunum - Demba Ba með þrennuLiverpool vann 2-1 sigur á Wolves í stórskemmtilegum leik á Anfield. Roger Johnson skoraði sjálfsmark snemma leiks og Luis Suarez bætti við öðru marki seint í fyrri hálfleik. Skotinn Steven Fletcher minnkaði muninn fyrir Úlfana í upphafi síðari hálfleiks. Skömmu síðar átti Andy Carroll skalla í stöng og liðin skiptust á að sækja. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og heimamenn unnu að lokum sanngjarnan sigur. Steven Gerrard kom inná sem varamaður hjá Liverpool í síðari hálfleik. Tottenham vann 1-2 útisigur á Wigan á DW-vellinum. Rafael van der Vaart kom Tottenham á bragðið strax á annarri mínútu með fallegu marki eftir undirbúning Emmanuel Adebayor. Walesverjinn Gareth Bale bætti við marki á 22. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Mohamed Diame minnkaði muninn fyrir Wigan á 49. mínútu og gaf heimamönnum von. Sú von varð að litlu þegar Steve Gohouri fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu. Demba Ba var hetja Newcastle sem vann 3-1 heimasigur á Blackburn Rovers. Senegalinn skoraði öll þrjú mörk heimamanna þar af tvö með skalla. David Hoilett minnkaði muninn í 2-1 fyrir gestina í fyrri hálfleik með glæsilegu marki. Svíinn Martin Olsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í síðari hálfleik. West Brom og Fulham gerðu markalaust jafntefli á Hawtohornes-vellinum. Staðan í ensku úrvalsdeildinni. Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira
Chelsea, Arsenal og Liverpool unnu öll heimasigra í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Framherjarnir Robin van Persie, Fernando Torres og Luis Suarez voru allir á skotskónum. Þá skoraði Demba Ba þrennu fyrir Newcastle. Arsenal tók á móti Bolton á Emirates-vellinum. Lundúnarliðið var sterkari aðilinn lengst af og komst yfir á upphafsmínútu síðari hálfleiks. Þá skoraði Hollendingurinn Robin van Persie af stuttu færi. Varnarmaðurinn David Wheater fékk rautt spjald skömmu síðar og eftirleikurinn auðveldur fyrir heimamenn. Van Persie var aftur á ferðinni á 71. mínútu og Alex Song tryggði Arsenal 3-0 sigur með marki undir lokin. Chelsea vann 4-1 sigur á nýliðum Swansea á Stamford Bridge. Fernando Torres kom heimamönnum á bragðið á 28. mínútu og Ramires jók muninn í 2-0 með marki á 35. mínútu. Torres fékk svo að líta beint rautt spjald á 38. mínútu frá Mike Dean, dómara leiksins, fyrir háskalega tæklingu. Manni færri héldu leikmenn Chelsea haus. Ramires bætti við öðru marki sínu en Ashley Williams minnkaði muninn með skallamarki. Ramires hefði getað skorað þrennu fyrir Chelsea en honum brást bogalistin í upplögðu færi í viðbótartíma. Didier Drogba skoraði svo fjórða mark heimamanna í viðbótartíma. Liverpool hafði betur gegn Úlfunum - Demba Ba með þrennuLiverpool vann 2-1 sigur á Wolves í stórskemmtilegum leik á Anfield. Roger Johnson skoraði sjálfsmark snemma leiks og Luis Suarez bætti við öðru marki seint í fyrri hálfleik. Skotinn Steven Fletcher minnkaði muninn fyrir Úlfana í upphafi síðari hálfleiks. Skömmu síðar átti Andy Carroll skalla í stöng og liðin skiptust á að sækja. Hvorugu liðinu tókst að bæta við mörkum og heimamenn unnu að lokum sanngjarnan sigur. Steven Gerrard kom inná sem varamaður hjá Liverpool í síðari hálfleik. Tottenham vann 1-2 útisigur á Wigan á DW-vellinum. Rafael van der Vaart kom Tottenham á bragðið strax á annarri mínútu með fallegu marki eftir undirbúning Emmanuel Adebayor. Walesverjinn Gareth Bale bætti við marki á 22. mínútu með skalla eftir hornspyrnu. Mohamed Diame minnkaði muninn fyrir Wigan á 49. mínútu og gaf heimamönnum von. Sú von varð að litlu þegar Steve Gohouri fékk sitt annað gula spjald á 61. mínútu. Demba Ba var hetja Newcastle sem vann 3-1 heimasigur á Blackburn Rovers. Senegalinn skoraði öll þrjú mörk heimamanna þar af tvö með skalla. David Hoilett minnkaði muninn í 2-1 fyrir gestina í fyrri hálfleik með glæsilegu marki. Svíinn Martin Olsson fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt í síðari hálfleik. West Brom og Fulham gerðu markalaust jafntefli á Hawtohornes-vellinum. Staðan í ensku úrvalsdeildinni.
Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Handbolti Erfitt að vera í burtu þegar mamma greindist Fótbolti Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Missti alveg stjórn á skapinu en það skilaði sigri Körfubolti Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Enski boltinn Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Jiménez jafnaði bestu vítaskyttu sögunnar Slot mun sakna Isak í tvo mánuði eftir „glórulausa tæklingu“ Sjáðu „auma“ vítið sem skilaði Fulham sigri Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg „Allir virðast elska hann“ „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Sjáðu mörkin: Rogers sá um Manchester United Óttast að Isak hafi fótbrotnað Tvenna frá Rogers tryggði Villa sigur gegn Manchester United Fimmta sinn sem Arsenal er á toppnum um jólin: Unnu ekki titilinn í fyrstu fjögur skiptin „Viljum við að okkar verði minnst fyrir að vera skræfur?“ „Ef dómarinn hefði sinnt sínu starfi almennilega hefði Romero ekki fengið spjald“ Haaland gaf barnabarni Hareide gjöf Sjáðu mörkin úr enska: Sviptingar, sænskt þema og svakalegar tæklingar Calvert-Lewin hættir ekki að skora Gyökeres skaut Arsenal aftur á toppinn Slot fámáll um stöðuna á Isak Gleði og sorg í sigri Liverpool Dramatík er Broja reyndist hetja Burnley Haaland frábær er Manchester City komst á toppinn Andri Lucas skoraði í langþráðum sigri Blackburn Chelsea vann upp tveggja marka forskot á St James' Park Ekkert fararsnið á Guardiola sem segir að City verði að vera undirbúið Tíu bestu mörkin úr leikjum Liverpool og Tottenham Salah bað samherjana afsökunar Lineker fokillur við blaðamann: „Þvílíkt kjaftæði“ Sjá meira