Enski boltinn

Cardiff og Leicester skildu jöfn - Aron Einar lék allan leikinn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Aron Einar í baráttunni í dag.
Aron Einar í baráttunni í dag. Mynd. / Getty Images
Aron Einar Gunnarsson, leikmaður Cardiff, er allur að koma til eftir meiðsli og kominn á fullt í ensku Championshipdeildinni.

Cardiff gerði markalaust jafntefli við Leicester í dag, en Sven Göran Eriksson stýrir liði Leicester.

Aron Einar lék allan leikinn fyrir Cardiff sem er í sjötta sæti deildarinnar með 13 stig. Leicester er með stigi minna í því níunda.

 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×