Enski boltinn

Van Persie vill ekki ræða um nýjan samning strax

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hollendingurinn Robin Van Persie segir að það liggi ekkert á að skrifa undir nýjan samning hjá Arsenal. Hann segist vera ánægður með núverandi samning og er að einbeita sér að fótbolta. Eins og kunnugt er missti Arsenal tvo af sínum bestu leikmönnum i sumar er þeir Cesc Fabregas og Samir Nasri yfirgáfu félagið.

Arsene Wenger, stjóri liðsins, sagði í síðustu viku að félagið ætlaði að byrja strax þá vinnu að gera nýja samninga við aðra lykilmenn eins og Van Persie.

Það styttist í að Van Persie eigi aðeins 18 mánuði eftir af sínum samningi við félagið. Honum finnst ekki rétt að ræða nýjan samning núna.

"Ég á næstum tvö ár eftir þannig að ég er sáttur núna. Ég veit samt ekki, við verðum að kíkja á þetta," sagði framherjinn sem er orðinn fyrirliði liðsins og skoraði sitt 100. mark fyrir félagið um helgina.

"Ég er ánægður með minn samning. Ég er sáttur. Ég get ekki sagt mikið meira en það núna."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×