Enski boltinn

Van der Vaart: Það er ekki hægt að stöðva Bale

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Bale er hér að stinga einn varnarmann Wigan.
Bale er hér að stinga einn varnarmann Wigan.
Hollendingurinn Rafael van der Vaart hefur mikið álít á félaga sínum Gareth Bale. Van der Vaart segir að það sé nánast ómögulegt að stöðva leikmanninn og eina leiðin sé að sparka hann ítrekað niður.

Steve Gohouri hjá Wigan fékk að fjúka af velli um helgina eftir að hafa brotið tvisvar á Bale. Vikuna á undan fékk Martin Skrtel hjá Liverpool sturtuferð fyrir að sparka Bale niður.

"Bale er frábær. Hann er svo ofboðslega hraður og sterkur. Ég er ofboðslega feginn að þurfa aldrei að dekka hann. Ég vorkenni þeim sem fá það hlutverk. Það hafa margir fengið spjöld gegn honum enda getur verið ómögulegt að stöðva hann," sagði Hollendingurinn.

"Stundum er hann tæklaður svo harkalega að maður heldur að hann geti ekki meir. Þá stendur hann upp og heldur áfram. Þá er ekki annað hægt en að fylgjast með af aðdáun."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×