Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Elokobi sat á bekknum gegn Liverpool

Að venju var farið yfir helstu afrek varnarmannsins George Elokobi hjá Wolves í Sunnudagsmessunni á Stöð 2 sport um s.l. helgi. Hinn 25 ára gamli leikmaður frá Kamerún sat reyndar á varamannabekknum gegn Liverpool  en þrátt fyrir það lét hann að sér kveða með ýmsum hætti.

Hjörvar Hafliðason afhenti Guðmundi Benediktssyni Elokobi treyju í þættinum og Guðmundur sagði m.a. að Sunnudagsmessan væri að vinna í því að fá einkaviðtal við hinn öfluga varnarmann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×