Steve Clarke um byrjun Liverpool: Við fáum sjö af tíu mögulegum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2011 11:30 Steve Clarke og Kenny Dalglish. Mynd/Nordic Photos/Getty Steve Clarke, þjálfari aðalliðs Liverpool og aðstoðarmaður Kenny Dalglish, hefur tjáð sig um byrjun Liverpool-liðsins sem hefur fengið 10 stig af 18 mögulegum og er búið að tapa fyrir bæði Stoke og Tottenham. Liverpool er nú með aðeins fjórum stigum meira en í fyrra þegar mikil óánægja var þegar farin að gerjast með þáverandi stjóra Roy Hodgson sem var síðan rekinn í janúar. „Það er engin þörf á því að missa sig yfir þessu eða vera eitthvað of vonsvikinn með þessa meðalbyrjun. Við erum líklega að horfa upp á einkunn upp á sjö af tíu mögulegum. Við höfum spilað stundum vel en stundum líka illa en það er skiljanlegt hjá liði sem er að taka svona marga nýja leikmenn inn," sagði Steve Clarke. Steve Clarke tjáði sig líka um Luis Suarez og fyrirliðann Steven Gerrard. Sá fyrrnefndi var ekkert alltof sáttur með að vera skipt útaf um helgina og Gerrard spilaði þá sínar fyrstu mínútur í ensku úrvalsdeildinni eftir meiðslin. „Það eru margir góðir leikmenn í þessari deild en þeir allra bestu hafa rétta hugarfarið fram yfir hina. Luis er einn af þeim og hann elskar að spila fótbolta og er alveg eins og á æfingum og í leikjum," sagði Clarke og er greinilega yfir sig hrifinn af kappsemi Suarez sem hann segir skína í gegn. Gerrard kom inn á fyrir Suarez undir lok leiksins um helgina. „Steven mun ráða því sjálfur hversu fljótt hann kemur inn í þetta að fullu með því hvernig hann stendur sig á æfingunum. Við erum ánægðir með það hvar hann er staddur núna. Við hefðum kannski getað komið með hann aðeins fyrr inn á móti Wolves en það þróaðist ekki þannig. Núna fær hann heila viku í viðbót og við getum látið hann taka á því á æfingunum," sagði Clarke. Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Sjá meira
Steve Clarke, þjálfari aðalliðs Liverpool og aðstoðarmaður Kenny Dalglish, hefur tjáð sig um byrjun Liverpool-liðsins sem hefur fengið 10 stig af 18 mögulegum og er búið að tapa fyrir bæði Stoke og Tottenham. Liverpool er nú með aðeins fjórum stigum meira en í fyrra þegar mikil óánægja var þegar farin að gerjast með þáverandi stjóra Roy Hodgson sem var síðan rekinn í janúar. „Það er engin þörf á því að missa sig yfir þessu eða vera eitthvað of vonsvikinn með þessa meðalbyrjun. Við erum líklega að horfa upp á einkunn upp á sjö af tíu mögulegum. Við höfum spilað stundum vel en stundum líka illa en það er skiljanlegt hjá liði sem er að taka svona marga nýja leikmenn inn," sagði Steve Clarke. Steve Clarke tjáði sig líka um Luis Suarez og fyrirliðann Steven Gerrard. Sá fyrrnefndi var ekkert alltof sáttur með að vera skipt útaf um helgina og Gerrard spilaði þá sínar fyrstu mínútur í ensku úrvalsdeildinni eftir meiðslin. „Það eru margir góðir leikmenn í þessari deild en þeir allra bestu hafa rétta hugarfarið fram yfir hina. Luis er einn af þeim og hann elskar að spila fótbolta og er alveg eins og á æfingum og í leikjum," sagði Clarke og er greinilega yfir sig hrifinn af kappsemi Suarez sem hann segir skína í gegn. Gerrard kom inn á fyrir Suarez undir lok leiksins um helgina. „Steven mun ráða því sjálfur hversu fljótt hann kemur inn í þetta að fullu með því hvernig hann stendur sig á æfingunum. Við erum ánægðir með það hvar hann er staddur núna. Við hefðum kannski getað komið með hann aðeins fyrr inn á móti Wolves en það þróaðist ekki þannig. Núna fær hann heila viku í viðbót og við getum látið hann taka á því á æfingunum," sagði Clarke.
Mest lesið Frederik Schram fundinn Íslenski boltinn „Helmingurinn af liðinu var veikur“ Körfubolti Lést á leiðinni á æfingu Sport Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl Enski boltinn Allt frágengið og Alonso fær þriggja ára samning hjá Real Madrid Fótbolti Alfreð reiður út í leikmenn sína Handbolti Flestir treysta sér til þess að spila í Grindavík Íslenski boltinn Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Körfubolti Ægir Þór: Við vorum heilt yfir miklu betri Körfubolti „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ Enski boltinn Fleiri fréttir Tilbúinn að gefa nýrun sín en ekki að leigja bílaleigubíl „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Sjá meira