Enski boltinn

Mick McCarthy: Ég hefði skilið Tevez eftir á flugbrautinni í Munchen

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Carlos Tevez og eiginkonan.
Carlos Tevez og eiginkonan. Mynd/Nordic Photos/Getty
Mick McCarthy, stjóri Wolves, er einn fjölmargra sem hafa verið spurðir út í framkomu Carlos Tevez á þriðjudaginn. Tevez neitaði þá að koma inn á í 2-0 tapi Manchester City á móti Bayern Munchen og hefur nú verið dæmdur í tveggja vikna bann af félaginu.

„Það sem hann er gerði er eins vitlaust og það gerist. Ég hefði kannski bara skilið hann eftir á flugbrautinni í Munchen," sagði Mick McCarthy.

Mick McCarthy hefur verið stjóri Wolverhampton Wanderers frá árinu 2006 og liðið er nú á sínu þriðja árið í ensku úrvalsdeildinni. Liðið endaði í 15. sæti 2009-10 og í 17. sæti 2010-11 og er í 12. sæti eftir sex umferðir á núverandi tímabili.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×