Síðasti bóndinn vill ekki verða algert fífl Kristján Már Unnarsson skrifar 29. september 2011 20:45 Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni. Við greindum frá því um síðustu helgi að sauðfjárbúskapur er að leggjast af í Breiðavík. Látravík og Kollsvík eru farnar í eyði en áfram er búið í Hænuvík og þangað liggur leið okkar. Við ökum framhjá frægum bújörðum eins og Sauðlauksdal og Kvígindisdal, sem komnar eru úr ábúð, og í gegnum Örlygshöfn, þar sem fyrir stuttu voru fimm býli en nú er búskapur þar aðeins á einum bæ. Fara þarf um sæbrattar skriður, framhjá Sellátranesi, sem nýlega fór í eyði, áður en komið er í Hænuvík og þar hittum við Guðjón Bjarnason bónda á hlaðinu. „Það er bara áframhaldandi hrun og dauði framundan í raun," segir Guðjón og segir það mikið kjaftshögg fyrir þau í Hænuvík að bóndinn í Breiðavík skuli hætta með fé, en kveðst þó skilja vel hans afstöðu og sé ekki hissa á því. „En þetta getur þýtt fyrir okkur að hugsanlega dreifir okkar fé sér um allan kjálkann og þá er þetta sjálfkrafa búið." Honum líst ekkert á ákvörðun stjórnvalda að hætta að styrkja refaveiðar. „Það er það sem ég óttast jafnvel meira því að þegar refurinn er búinn með fuglinn þá verða kannski kindurnar mínar næstar," segir Guðjón og bætir við að tófan verði ekki lengi að klára fuglana. Fjölskyldan hóf fyrir tíu árum að byggja upp ferðaþjónustu, - býður nú gistirými fyrir þrjátíu manns í fjórum húsum, - og gengur vel. Guðjón segir að vegna hennar sé lífið bærilegra fjárhagslega en hann vilji ekki missa búskapinn, því þetta styðji hvort annað og spili mjög vel saman. Skepnurnar séu líka ómissandi hlutur fyrir ferðaþjónustuna. Til næsta þéttbýlis á Patreksfirði er um 40 mínútna akstur og má nú telja þessa bújörð með þeim afskekktari á landinu. En verður áfram búið í Hænuvík? „Ég ætla ekkert að segja til um það. En ég allavega og mín fjölskylda, ekki síst stelpurnar og konan mín, erum ákveðin í að halda áfram. En við verðum að setja okkur í svolítið önnur spor og vera dugleg að vera í samfloti og samfélagi við fólk sem er lengra í burtu til að félagslegi þátturinn geri okkur ekki að algerum fíflum. Nógu skrýtin erum við samt." Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira
Síðasti sauðfjárbóndinn á vestasta kjálka Íslands óttast mest að tófan geti riðið búskapnum að fullu. Hann segir fjölskylduna staðráðna í að halda áfram en þau þurfi að passa sig á að verða ekki skrýtin í einangruninni. Við greindum frá því um síðustu helgi að sauðfjárbúskapur er að leggjast af í Breiðavík. Látravík og Kollsvík eru farnar í eyði en áfram er búið í Hænuvík og þangað liggur leið okkar. Við ökum framhjá frægum bújörðum eins og Sauðlauksdal og Kvígindisdal, sem komnar eru úr ábúð, og í gegnum Örlygshöfn, þar sem fyrir stuttu voru fimm býli en nú er búskapur þar aðeins á einum bæ. Fara þarf um sæbrattar skriður, framhjá Sellátranesi, sem nýlega fór í eyði, áður en komið er í Hænuvík og þar hittum við Guðjón Bjarnason bónda á hlaðinu. „Það er bara áframhaldandi hrun og dauði framundan í raun," segir Guðjón og segir það mikið kjaftshögg fyrir þau í Hænuvík að bóndinn í Breiðavík skuli hætta með fé, en kveðst þó skilja vel hans afstöðu og sé ekki hissa á því. „En þetta getur þýtt fyrir okkur að hugsanlega dreifir okkar fé sér um allan kjálkann og þá er þetta sjálfkrafa búið." Honum líst ekkert á ákvörðun stjórnvalda að hætta að styrkja refaveiðar. „Það er það sem ég óttast jafnvel meira því að þegar refurinn er búinn með fuglinn þá verða kannski kindurnar mínar næstar," segir Guðjón og bætir við að tófan verði ekki lengi að klára fuglana. Fjölskyldan hóf fyrir tíu árum að byggja upp ferðaþjónustu, - býður nú gistirými fyrir þrjátíu manns í fjórum húsum, - og gengur vel. Guðjón segir að vegna hennar sé lífið bærilegra fjárhagslega en hann vilji ekki missa búskapinn, því þetta styðji hvort annað og spili mjög vel saman. Skepnurnar séu líka ómissandi hlutur fyrir ferðaþjónustuna. Til næsta þéttbýlis á Patreksfirði er um 40 mínútna akstur og má nú telja þessa bújörð með þeim afskekktari á landinu. En verður áfram búið í Hænuvík? „Ég ætla ekkert að segja til um það. En ég allavega og mín fjölskylda, ekki síst stelpurnar og konan mín, erum ákveðin í að halda áfram. En við verðum að setja okkur í svolítið önnur spor og vera dugleg að vera í samfloti og samfélagi við fólk sem er lengra í burtu til að félagslegi þátturinn geri okkur ekki að algerum fíflum. Nógu skrýtin erum við samt."
Mest lesið Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Innlent Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Innlent „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent Minni tekjur góðar fréttir Innlent Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Innlent Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Innlent Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Innlent Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Innlent Næringarfræðingur segir próteinbita dulbúið sælgæti Innlent „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavíkur vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld „Kerfinu kollvarpað“, jólabókaflóð og forystusauðir Höfðu eftirlit með fangageymslu lögreglu Sakar kaupendur um að hafa aldrei greitt fyrir veitingastaðina Missir úr skóla og tekur ekki þátt í félagslífi eftir að vökvagjöf var hætt Óttast áhrifin sem frumvarpið geti haft á Landspítalann Óslóartréð fellt í Heiðmörk Ósáttur með viðbrögð Barna- og fjölskyldustofu Göngugarpar munu mynda Ljósafoss niður Esjuna Eftirlit í skötulíki, Trump hótar málsókn og Ljósafossgangan Minni tekjur góðar fréttir Ölvun og hávaði í heimahúsi Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Auka sýnileika milli rýma á leikskólum „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Þau eru nýir talsmenn fatlaðs fólks á þingi Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Hælisleitendur og börn í auknum mæli notuð sem burðardýr Sameining geti aukið aðdráttarafl fyrir nýja íbúa Arnfríður og Víðir Smári tímabundið í Landsrétt Eldur í Sorpu á Granda Keyrði aftan á strætisvagn Sjá meira