Fótbolti

Áhorfandinn sem réðst á Lennon fékk þungan dóm

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Skoski knattspyrnuáhugamaðurinn sem réðst á Neil Lennon, þjálfara Celtic, á leik í maí hefur verið dæmdur í átta mánaða fangelsi.

Maðurinn heitir John Wilson og styður Eggert Gunnþór Jónsson og félaga í Hearts. Hann fær þess utan ekki að mæta á knattspyrnuleiki í Skotlandi næstu fimm árin.

Wilson er 26 ára gamall, atvinnulaus verkamaður.

Í myndbandinu hér að ofan má sjá þegar Wilson rýkur inn á völlinn en hann tók því afar illa að sitt lið væri að tapa leiknum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×