Íslenski boltinn

Stelpurnar byrjuðu á sigri

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
U-19 landslið kvenna vann í dag góðan 2-1 sigur á Slóveníu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2012.

Leikurinn fór fram á Vodafone-vellinum en allir leikirnir í riðli Íslands fara fram hér á landi.

Guðmunda Brynja Óladóttir skoraði fyrra mark Íslands í lok fyrri hálfleiks en Katrín Gylfadóttir það síðara þegar um 20 mínútur voru til leiksloka.

Í hinum leik dagsins vann Wales 3-0 sigur á Kasakstan á Fjölnisvelli. Næsti leikur Íslands verður gegn Kasökum á mánudaginn klukkan 16.00.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×