Íslenski boltinn

Umfjöllun Vísis um leiki kvöldsins

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Mynd/Daníel
Fimm af sex leikjum 20. umferðar Pepsi-deild karla fóru fram í kvöld og það er óhætt að segja að spennan sé mikil á toppi og botni eftir að þriðja síðasta umferð Íslandsmótsins er að baki. Hér má finna alla umfjöllun Vísis um leikina í kvöld á einum stað.

Eyjamenn náðu 1-1 jafntefli á móti KR í topppslagnum í Eyjum þrátt fyrir að vera manni færri frá 16. mínútu leiksins. Aaron Spear kom ÍBV yfir í fyrri hálfleik en Kjartan Henry Finnbogason tryggði KR-liðinu jafntefli í seinni hálfleik og um leið toppsætið á betri markatölu.

FH-ingar unnu 3-1 sigur í Grindavík og titilvonir Hafnfirðinga lifa því enn ágætu lífi. FH-liðið er nú tveimur stigum á eftir toppliðunum tveimur.

Stjörnumenn eru aðeins einu stigi á eftir Valsmönnum í baráttunni um fjórða sætið eftir 3-2 sigur á Fylki í Árbænum. Stjörnuliðið skoraði þrjú mörk á ellefu mínútna kafla í upphafi seinni hálfleiks en Fylkismenn minnkuðu muninn með tveimur mörkum undir lokin.

Víkingar eru fallnir úr Pepsi-deildinni en þeir héldu Íslandsmeisturum Blika í fallhættu með því að rasskella þá óvænt 6-2 í Kópavoginum í gær. Blikar eru því í bullandi fallhættu og hafa fengið 38 mörk á sig í 20 leikjum.

Fram vann að lokum gríðarlega mikilvægan 1-0 sigur á Keflavík í sannkölluðum fallbaráttuslag á Laugardalsvellinum. Þetta var þriðji heimasigur Framara í röð, þeir eru núna aðeins tveimur stigum frá öruggi sæti og sáu til þess að fimm lið eru nú fallhættu fyrir tvær síðustu umferðirnar.



ÍBV - KR 1-1

Umfjöllun: Brynjar Gauti skemmdi fyrir félögum sínum

Kjartan: Gat ekki hætt eftir að hafa klúðrað dauðafærum

Tryggvi: Leiðinlegra að hlaupa til baka

Heimir: Sorglegt að fá þetta mark á okkur

Grétar: Brynjar bombaði mig niður

Þórarinn Ingi: Svekkjandi að sjá boltann í netinu

Grindavík - FH 1-3

Umfjöllun: Titilvonir FH lifa góðu lífi

Gunnleifur: Hugsum bara um okkur

Jóhann: Úrslitaleikur gegn Fram

Fylkir - Stjarnan 2-3

Umfjöllun: Stjarnan hirti öll stigin í Árbænum

Ólafur Þórðarson: Klikkum á grundvallaratriðum

Bjarni Jóhannsson: Púlsinn fór aldrei neitt hátt upp

Breiðblik - Víkingur 2-6

Umfjöllun: Víkingar með stórskotahríð í Kópavogi

Björgólfur: Virkilega sætur sigur

Bjarnólfur: Gaman að sjá strákana blómstra

Ólafur: Víkingar voru miklu betri

Fram - Keflavík 1-0

Umfjöllun: Fram vann og hleypti mikilli spennu í fallslaginn

Þorvaldur: Sénsinn er okkar

Willum: Ekkert sjálfgefið í þessari deild

Jóhann Birnir: Held að Fram bjargi sér




Fleiri fréttir

Sjá meira


×