Umfjöllun: Stjarnan hirti öll stigin í Árbænum Stefán Árni Pálsson á Fylkisvelli skrifar 19. september 2011 00:01 Mynd/Pjetur Stjarnan vann flottan sigur á Fylki í Árbænum ,3-2, en öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Stjarnan gerði þrjú mörk á fyrstu 11 mínútum síðari hálfleiks, en Fylkismenn náðu að minnka muninn. Það tók Fylkismenn ekki nema 16 sekúndur að koma sér í fínt færi en Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, fékk sendingu inn í teig en skot hans fór beint á Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Eftir þetta róaðist leikurinn heldur mikið og mígandi rigning setti svip sinn á leikinn. Eftir tíu mínútna leik náði Bjarki Páll Eysteinsson, leikmaður Stjörnunnar, fínu skoti á mark Fylkis en Bjarni Þórður Halldórsson varði vel í marki Fylkis. Halldór Orri Björnsson hirti frákastið og skaut lengst yfir. Tíu mínútum síðar átti Halldór Orri Björnsson flotta stungusendingu á Garðar Jóhannsson sem setti boltann framhjá. Töluverð hætta á ferð. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleiknum og staðan því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur betur frábær og byrjaði með látum. Á 54. mínútu leiksins kom Baldvin Sturluson gestunum yfir með fínu marki, en hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og þrumaði honum í netið. Baldvin hafði komið inná í hálfleik. Tíu mínútum síðar var komið að örðum varamanni Stjörnunnar en Atli Jóhannsson pottaði boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Herði Árnasyni. Fylkismenn tóku síðan miðju og töpuðu boltanum strax til Stjörnumanna. Það endaði með því að Garðar Jóhannsson skoraði sitt 13. mark í sumar, en heimamenn voru í vandræðum með að hreinsa boltann út úr vítateignum, það nýtti Garðar sér og lagði boltann snyrtilega framhjá Bjarna Þórði í marki Fylkis. Allt stefndi í algjört rúst gestanna, en Fylkismenn neituðu að gefast upp. Fimmtán mínútum fyrir leikslok fékk Fylkir aukaspyrnu fyrir utan vítateig. Kjartan Ágúst Breiðdal gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í netið úr spyrnunni, alveg óverjandi fyrir Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Albert Brynjar Ingason náði síðan á loka andartaki leiksins að krækja í vítaspyrnu þegar hann slapp einn í gegn, en Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, krækti í lappir Alberts og vítaspyrna dæmt. Albert skoraði örugglega úr spyrnunni, en það var of seint og dómari leiksins flautaði til leiksloka. Stjarnan hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð og er á mikilli siglingu.Fylkir 2 – 3 Stjarnan0-1 Baldvin Sturluson (54.) 0-2 Atli Jóhannsson (64.) 0-3 Garðar Jóhannsson (65.) 1-3 Kjartan Ágúst Breiðdal (75.) 2-3 Albert Brynjar Ingason, úr víti (93.) Skot (á mark): 7 – 7 (5-4) Varin skot: Bjarni 1 – 4 Ingvar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 9–12 Rangstöður: 5-0 Dómari: Erlendur Eiríksson 7 Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Stjarnan vann flottan sigur á Fylki í Árbænum ,3-2, en öll mörk leiksins komu í síðari hálfleik. Stjarnan gerði þrjú mörk á fyrstu 11 mínútum síðari hálfleiks, en Fylkismenn náðu að minnka muninn. Það tók Fylkismenn ekki nema 16 sekúndur að koma sér í fínt færi en Albert Brynjar Ingason, leikmaður Fylkis, fékk sendingu inn í teig en skot hans fór beint á Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Eftir þetta róaðist leikurinn heldur mikið og mígandi rigning setti svip sinn á leikinn. Eftir tíu mínútna leik náði Bjarki Páll Eysteinsson, leikmaður Stjörnunnar, fínu skoti á mark Fylkis en Bjarni Þórður Halldórsson varði vel í marki Fylkis. Halldór Orri Björnsson hirti frákastið og skaut lengst yfir. Tíu mínútum síðar átti Halldór Orri Björnsson flotta stungusendingu á Garðar Jóhannsson sem setti boltann framhjá. Töluverð hætta á ferð. Fátt annað markvert gerðist í fyrri hálfleiknum og staðan því 0-0 í hálfleik. Síðari hálfleikurinn var heldur betur frábær og byrjaði með látum. Á 54. mínútu leiksins kom Baldvin Sturluson gestunum yfir með fínu marki, en hann fékk boltann rétt fyrir utan teiginn og þrumaði honum í netið. Baldvin hafði komið inná í hálfleik. Tíu mínútum síðar var komið að örðum varamanni Stjörnunnar en Atli Jóhannsson pottaði boltanum í netið af stuttu færi eftir fyrirgjöf frá Herði Árnasyni. Fylkismenn tóku síðan miðju og töpuðu boltanum strax til Stjörnumanna. Það endaði með því að Garðar Jóhannsson skoraði sitt 13. mark í sumar, en heimamenn voru í vandræðum með að hreinsa boltann út úr vítateignum, það nýtti Garðar sér og lagði boltann snyrtilega framhjá Bjarna Þórði í marki Fylkis. Allt stefndi í algjört rúst gestanna, en Fylkismenn neituðu að gefast upp. Fimmtán mínútum fyrir leikslok fékk Fylkir aukaspyrnu fyrir utan vítateig. Kjartan Ágúst Breiðdal gerði sér lítið fyrir og þrumaði boltanum í netið úr spyrnunni, alveg óverjandi fyrir Ingvar Jónsson í marki Stjörnunnar. Albert Brynjar Ingason náði síðan á loka andartaki leiksins að krækja í vítaspyrnu þegar hann slapp einn í gegn, en Ingvar Jónsson, markvörður Stjörnunnar, krækti í lappir Alberts og vítaspyrna dæmt. Albert skoraði örugglega úr spyrnunni, en það var of seint og dómari leiksins flautaði til leiksloka. Stjarnan hefur ekki tapað í sjö leikjum í röð og er á mikilli siglingu.Fylkir 2 – 3 Stjarnan0-1 Baldvin Sturluson (54.) 0-2 Atli Jóhannsson (64.) 0-3 Garðar Jóhannsson (65.) 1-3 Kjartan Ágúst Breiðdal (75.) 2-3 Albert Brynjar Ingason, úr víti (93.) Skot (á mark): 7 – 7 (5-4) Varin skot: Bjarni 1 – 4 Ingvar Horn: 6 – 5 Aukaspyrnur fengnar: 9–12 Rangstöður: 5-0 Dómari: Erlendur Eiríksson 7
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira