Umfjöllun: Brynjar Gauti skemmdi fyrir félögum sínum Henry Birgir Gunnarsson á Hásteinsvelli skrifar 19. september 2011 00:01 Mynd//Daníel Ótrúlegt dómgreindarleysi varnarmannsins Brynjars Gauta Guðjónssonar hjá ÍBV í kvöld varð liði hans dýrt. Brynjar Gauti lét reka sig af velli eftir aðeins sextán mínútna leik í stórleiknum gegn KR og eftir það var á brattann að sækja hjá ÍBV sem þurfti sárlega að fá þrjú stig úr leiknum. Brynjar Gauti sparkaði þá í Grétar Sigfinn Sigurðsson sem lá á vellinum og boltinn farinn. Hreint ótrúlegt að fylgjast með svona agaleysi þegar Íslandsmótið er undir. Eftir þetta atvik urðu Eyjamenn að stokka spilin upp á nýtt. KR-ingar voru miklu betri framan af leik og Kjartan Henry Finnbogason fékk fullt af færum til að koma KR-liðinu yfir en Eyjavörnin hélt velli og marki sínu hreinu fram að hálfleik. Aaron Spear kom síðan tíu Eyjamönnum í 1-0 á 27. mínútu með marki af stuttu færi eftir flotta sókn. Tryggvi Guðmundsson spilaði Tony Mawejje frían á vinstri vængnum og Mawejje átti góða fyrirgjöf inn á markteiginn þar sem að Spear var frekastur á boltann. KR-ingar voru mun meira með boltann í upphafi seinni hálfleiks en það voru Eyjamenn sem ógnuðu síst minna með skyndisóknum sínum. KR-ingar náðu þó loksins að skora um miðjan hálfleikinn. Kjartan Henry Finnbogason skoraði þá með flottum skalla á 68. mínútu eftir glæsilega fyrirgjöf frá bakverðinum Dofra Snorrasyni. KR-ingar sköpuðu sér ekki mikið eftir jöfnunarmarkið og leikurinn var í járnum það sem eftir var leiks. Liðin sættustu því á jafntefli og spennan er því áfram mikil á toppi deildarinnar. KR-ingar eiga enn leik inni og eru því í betri stöðu en ÍBV. Eyjamenn vörðust fimlega í þessum leik og vinnuframlag leikmanna til mikillar fyrirmyndar. Þeir voru ekki fjarri því að klára KR með aðeins tíu leikmenn á vellinum sem hefði verið stórkostlegt afrek. ÍBV gaf afar fá færi á sér í síðari hálfleik en KR átti jöfnunarmarkið skilið enda með gríðarlega yfirburði. Fyrri hálfleikur samt miklu betri hjá Vesturbæingum. Það vantaði sárlega meiri kraft og hraða í sóknarleikinn í síðari hálfleik. KR gengur því enn illa að klára leikina sína og fyrir vikið verður spennan í lokaumferðum Íslandsmótsins mikil. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira
Ótrúlegt dómgreindarleysi varnarmannsins Brynjars Gauta Guðjónssonar hjá ÍBV í kvöld varð liði hans dýrt. Brynjar Gauti lét reka sig af velli eftir aðeins sextán mínútna leik í stórleiknum gegn KR og eftir það var á brattann að sækja hjá ÍBV sem þurfti sárlega að fá þrjú stig úr leiknum. Brynjar Gauti sparkaði þá í Grétar Sigfinn Sigurðsson sem lá á vellinum og boltinn farinn. Hreint ótrúlegt að fylgjast með svona agaleysi þegar Íslandsmótið er undir. Eftir þetta atvik urðu Eyjamenn að stokka spilin upp á nýtt. KR-ingar voru miklu betri framan af leik og Kjartan Henry Finnbogason fékk fullt af færum til að koma KR-liðinu yfir en Eyjavörnin hélt velli og marki sínu hreinu fram að hálfleik. Aaron Spear kom síðan tíu Eyjamönnum í 1-0 á 27. mínútu með marki af stuttu færi eftir flotta sókn. Tryggvi Guðmundsson spilaði Tony Mawejje frían á vinstri vængnum og Mawejje átti góða fyrirgjöf inn á markteiginn þar sem að Spear var frekastur á boltann. KR-ingar voru mun meira með boltann í upphafi seinni hálfleiks en það voru Eyjamenn sem ógnuðu síst minna með skyndisóknum sínum. KR-ingar náðu þó loksins að skora um miðjan hálfleikinn. Kjartan Henry Finnbogason skoraði þá með flottum skalla á 68. mínútu eftir glæsilega fyrirgjöf frá bakverðinum Dofra Snorrasyni. KR-ingar sköpuðu sér ekki mikið eftir jöfnunarmarkið og leikurinn var í járnum það sem eftir var leiks. Liðin sættustu því á jafntefli og spennan er því áfram mikil á toppi deildarinnar. KR-ingar eiga enn leik inni og eru því í betri stöðu en ÍBV. Eyjamenn vörðust fimlega í þessum leik og vinnuframlag leikmanna til mikillar fyrirmyndar. Þeir voru ekki fjarri því að klára KR með aðeins tíu leikmenn á vellinum sem hefði verið stórkostlegt afrek. ÍBV gaf afar fá færi á sér í síðari hálfleik en KR átti jöfnunarmarkið skilið enda með gríðarlega yfirburði. Fyrri hálfleikur samt miklu betri hjá Vesturbæingum. Það vantaði sárlega meiri kraft og hraða í sóknarleikinn í síðari hálfleik. KR gengur því enn illa að klára leikina sína og fyrir vikið verður spennan í lokaumferðum Íslandsmótsins mikil.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Þessir þurfa að heilla Amorim Enski boltinn „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ Íslenski boltinn Brynjólfur Andersen með tvö gegn Wrexham Fótbolti Kom ekkert annað til greina en West Ham hjá Wilson Enski boltinn Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Körfubolti Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Körfubolti Stórt tap á Ítalíu Körfubolti Ísland mátti þola stórt tap Körfubolti Ramsdale mættur til Newcastle Enski boltinn „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Orri Hrafn í KR og getur spilað í Eyjum Alfreð og fleiri jálkar með óvænt félagaskipti yfir í Augnablik Selvén aftur í Vestra „Sætt að þetta gerðist á 91. mínútu“ KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 3-2 | Blikar í úrslit eftir ótrúlega endurkomu „Nákvæmlega það sem ég hef verið að sjá fyrir mér“ KSÍ sektar Árbæ um 250 þúsund krónur ÍR aftur á toppinn Hin efnilega Rebekka Sif til Nordsjælland frá Gróttu Sunna Rún til liðs við Íslandsmeistarana Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Sjá meira