Enski boltinn

Malbranque leggur skóna á hilluna - sonur hans glímir við krabbamein

Stefán Árni Pálsson skrifar
Malbranque í leik með Sunderland
Malbranque í leik með Sunderland
Knattspyrnumaðurinn, Steed Malbranque, hefur ákveðið að leggja skóna á hilluna en ástæðan mun vera sú að sonur hans glímir við krabbamein.

Þessi franski miðjumaður lék með Lyon, Tottenham, Fulham og Sunderland á sínum ferli en á síðustu leiktíð var hann leikmaður hjá franska liðinu St Etienne.

Malbranque átti nokkuð farsælan feril í ensku úrvalsdeildinni og naut mikilla vinsældar frá stuðningsmönnum Fulham.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×