Enski boltinn

Beckham verður ekki liðsfélagi Heiðars í QPR

Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar
Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins QPR hafa vísað því á bug að David Beckham sé á leið til félagsins.
Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins QPR hafa vísað því á bug að David Beckham sé á leið til félagsins. AP
Forráðamenn enska úrvalsdeildarliðsins QPR hafa vísað því á bug að David Beckham sé á leið til félagsins. Íslenski landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson fær því ekki tækifæri til þess að leika með hinum 36 ára gamla leikmanni sem er á mála hjá bandaríska liðinu LA Galaxy. Samningur Beckham rennur út í nóvember á þessu ári þegar keppnistímabilinu lýkur í bandarísku MLS deildinni.

Amit Bhatia, varaforseti QPR, segir að fréttir af væntanlegum vistaskiptum Beckham til QPR í London séu falskar. „David Beckham er frábær leikmaður og ég vona að á næstu árum getum við samið við leikmenn í hans gæðaflokki – en það er ekki að gerast núna," sagði Bhatia.

Eins og áður segir rennur samningur Beckham út í lok þessa árs en hann hefur ekki viljað semja við LA Galaxy á ný en hann gekk í raðir félagsins eftir að hafa verið hjá Real Madrid á Spáni um fimm ára skeið, 2003-2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×