Enski boltinn

Ferguson um Sneijder: Aðeins Xavi og Iniesta eru jafnokar Scholes

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Paul Scholes og Xavi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor.
Paul Scholes og Xavi í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í vor. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, stjóri Manchester United, tjáði sig um Hollendinginn Wesley Sneijder á blaðamannafundi í dag en Sneijder hefur verið orðaður við Manchester United í langan tíma. Nú síðasta halda menn því fram að enska félagið kaupi hann í janúarglugganum.

Ferguson er ekki sammála spekingum sem sjá Wesley Sneijder fyrir sér sem eftirmann Paul Scholes á Old Trafford en Scholes lagði skónna á hilluna síðasta vor eftir mögnuð sautján ár með liði United.

„Sneijder er ekki besti kosturinn til að fylla í fótspor Scholes. Hann er frábær leikmaður en við vorum ekki að leita eftir því að hann kæmi í staðinn fyrir Scholes. Það eru aðeins Xavi og Iniesta eru jafnokar Scholes," sagði Sir Alex Ferguson.

Paul Scholes skoraði 150 mörk í 676 leikjum í öllum keppnum fyrir Manchester United á árunum 1994 til 2001, varð tíu sinnum enskur meistari með félaginu og vann alls 24 titla í búningi UNited.

Xavi og Andrés Iniesta eru jafnan kallaðir vinstra og hægra heilahvelið í liði Barcelona og hafa farið á kostum bæði með Barca og landsliði Spánar. Þeir eru nú handhafar þriggja stærstu titlanna í fótboltanum, eru Heimsmeistarar, Evrópumeistarar og unnu Meistaradeildina í vor.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×