Fótbolti

Malbranque hættur hjá St. Etienne

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Steed Malbranque í leik með Sunderland á síðustu leiktíð.
Steed Malbranque í leik með Sunderland á síðustu leiktíð. Nordic Photos / Getty Images
Steed Malbranque er farinn frá franska liðinu St. Etienne, aðeins mánuði eftir að hann gekk til liðs við félagið.

Malbranque lék í áratug í Englandi, nú síðast með Sunderland, áður en hann hélt til Frakklands. Hann er 31 árs gamall og er óvíst hvað tekur við hjá honum.

Fyrir nokkrum dögum greindu fjölmiðlar í Englandi frá því að Malbranque hefði lagt skóna á hilluna til að annast krabbameinssjúkan son sinn. Stuttu síðar sendu fulltrúar Malbranque frá sér yfirlýsingu að hann ætti ekki son og að enginn í hans nánustu fjölskyldu væri að glíma við erfið veikindi.

Malbranque lék nokkra leiki með U-21 landsliði Frakka á sínum tíma en náði aldrei að spila með A-landsliðinu. Hann var einu sinni kallaður í landsliðshóp Frakka, árið 2004.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×