Fótbolti

Mafíulögreglan á Ítalíu vill ræða við Balotelli

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mario Balotelli.
Mario Balotelli. Nordic Photos / AFP
Lögregluyfirvöld á Ítalíu sem sérhæfa sig í rannsóknum á skipulagðri glæpastarfssemi vilja ná tali af knattspyrnumanninum Mario Balotelli, leikmanni Manchester City á Englandi.

Það sást til Balotelli á þekktum mafíustað í Napólí á síðasta ári og segja rannsakendur að þeir vilji því spyrja Balotelli um þau samskipti sem kunna að hafa átt sér þar stað.

Balotelli er þó ekki grunaður um neinn glæp og útiloka yfirvöld ekki að hann hafi ekki vitað af mafíutengslum þess staðar sem hann var á.

Mafían í Napóli gengur undir nafninu Camorra og var áður bendluð við Diego Maradona þegar hann lék með knattspyrnuliði bæjarins á níunda áratug síðustu aldar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×