Enski boltinn

Petr Cech og David Luiz verða báðir með Chelsea á laugardaginn

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
David Luiz og John Terry.
David Luiz og John Terry. Mynd/Nordic Photos/Getty
Chelsea hefur staðfest það að Tékkinn Petr Cech og Brasilíumaðurinn David Luiz munu báðir snúa til baka eftir meiðsli og spila með Chelsea-liðinu á móti Sunderland í ensku úrvalsdeildinni á laugardaginn. Cech hefur misst af síðustu tveimur leikjum en David Luiz er ekkert búinn að spila á tímabilinu.

Petr Cech meiddist á hné á æfingu en endurhæfingin hefur gengið mun betur en áætlað var. David Luiz er búinn að vera að glíma við meiðsli aftan í læri, meiðsli sem hafa haldið honum frá keppni fyrsta mánuð tímabilsins. Alex, landi David Luiz, hefur leyst hann af en Hilario spilaði í marki Chelsea í forföllum Cech.

Það er hinsvegar ólíklegt að Didier Drogba verði með á móti Sunderland þar sem hann er enn að jafna sig eftir höfuðhöggið sem hann varð fyrir í Norwich-leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×