Enski boltinn

Wenger: Ekki möguleiki að ég gefist upp og fari frá Arsenal

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Arsene Wenger, stjóri Arsenal.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal. Mynd/Nordic Photos/Getty
Arsene Wenger, stjóri Arsenal, hefur mátt þola óvenju harða gagnrýni á þessu ári. Arsenal mistókst að vinna titil sjötta árið í röð og Wenger hefur síðan verið að selja sína bestu menn án þess að kaupa sterka leikmenn í staðinn.

David Dein, fyrrum aðstoðarstjórnarformaður félagsins, fannst hann þurfa að stíga fram og vara stuðningsmenn Arsenal við að hrekja ekki stjórann sinn frá félaginu.

Wenger segir hinsvegar enga hættu á því þrátt fyrir markalausa byrjun í fyrstu tveimur leikjum liðsins í ensku úrvalsdeildinni. „Það er ekki möguleiki að ég gefist upp og fari frá félaginu. Ég mun halda að gera mitt besta fyrir kúbbinn," sagði Arsene Wenger eftir svekkjandi 0-2 tap á móti Liverpool í gær.

Wenger setti Samir Nasri í byrjunarliðið þrátt fyrir að Frakkinn sé á leiðinni til Manchester City. Wenger vildi þó ekkert segja til um hvort Nasri myndi spila Evrópuleikinn á móti Udinese í næsti viku. Spili Nasri þann leik má hann ekki spila fyrir annað lið í Evrópukeppni á þessu tímabili og þá er hann ekki eins spennandi kostur fyrir City-menn.

„Ég hef reynt að halda Samir Nasri hjá félaginu og ég hef aldrei breytt um þá skoðun. Hann elskar þetta félag þótt að við verðum kannski að selja hann. Hann er ánægður hér hjá okkur eins og er," sagði Wenger en Nasri hefur neitað að skrifa undir nýjan samning við Arsenal.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×