Enski boltinn

Kuyt fer ekki til Inter - ánægður hjá Liverpool

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Dirk Kuyt og Luis Suarez.
Dirk Kuyt og Luis Suarez. Nordic Photos / Getty Images
Ítalska félagið Inter mun hafa lagt fram rausnarlegt tilboð í Hollendinginn Dirk Kuyt sem segist sjálfur vera ánægður hjá Liverpool og að hann sé ekki á leið frá félaginu.

Rob Jansen, umboðsmaður Kuyt, lét hafa eftir sér í fjölmiðlum að Inter hafi gert Kuyt tilboð sem hann hafi íhugað. En sjálfur sagðist Kuyt ekkert vita um málið í viðtali við hollenska fjölmiðla.

„Ég veit ekki betur en að þetta er ekki satt,“ sagði Kuyt sem skrifaði nýverið undir nýjan samning við Liverpool. „Ég er mjög ánægður hjá Liverpool. Það var ekki að ástæðu lausu að ég framlengdi samning minn fyrir 2-3 mánuðum síðan. Það sýnir að ég er ekki á leiðinni í burtu.“

„Kannski halda einhverjir að ég vilji fara frá Liverpool. En það er ekki rétt. Liverpool er með stóran leikmannahóp og því eðlilegt að vera eitthvað á bekknum.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×