Enski boltinn

Meireles viðbeinsbrotinn - frá í nokkrar vikur

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Raul Meireles í leik með Liverpool.
Raul Meireles í leik með Liverpool. Nordic Photos / Getty Images
Raul Meireles er viðbeinsbrotinn og hefur Kenny Dalglish, stjóri Liverpool, staðfest að hann verði frá keppni næstu vikurnar.

Meireles var í byrjunarliði Liverpool gegn Exeter í enska deildabikarnum í gær en var skipt af velli eftir aðeins nítján mínútur, eftir samstuð við Danny Coles, leikmann Exeter.

Dalglish sagði eftir leikinn að hann vissi ekki nákvæmlega hversu alvarleg meiðslin væru en að hann yrði frá næstu vikurnar hið minnsta.

Liverpool vann öruggan 3-1 sigur í gær en mörk liðsins skoruðu þeir Luis Suarez, Maxi Rodriguez og Andy Carroll.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×