Enski boltinn

Sunnudagsmessan: Alls ekki lið vikunnar

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sunndagsmessan með þeim Guðmundi Benediktssyni og Hjörvari Hafliðasyni var á sínum stað á Stöð2Sport2 í gær en gestur þáttarins var Lúðvík Arnarson, varaformann knattspyrnudeildar FH. Þeir félagar settu að vanda saman alls ekki lið vikunnar.

Tottenham-mennirnir Younès Kaboul, Luca Modric og Assou-Ekotto voru valdir í liðið. Okkar maður Grétar Rafn Steinsson fékk tækifæri með liðinu og fyrirliðinn Salgado var sem fyrr á sínum stað í vörninni.

„Það kemur á óvart hversu fáir Arsenal-menn séu í liðinu þessa vikuna,“ sagði Lúðvík Arnarson, í Sunnudagsmessunni í gær.

Andrei Arshavin var eini leikmaður Arsenal sem var í alls ekki liði vikunnar í Messunni í gær.

Myndskeið frá vali liðsins má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×