Enski boltinn

Aðrir leikir en viðureign Tottenham og Everton fara fram

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Fyrsta umferðin í enska boltanum fer fram um helgina.
Fyrsta umferðin í enska boltanum fer fram um helgina. Nordic Photos/Getty
Enska úrvalsdeildin hefur sent frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að allir leikir ensku úrvasldeildarinnar um helgina, utan viðureignar Tottenham og Everton, fari fram.

„Eftir viðræður við lögreglu, önnur yfirvöld í London og knattspyrnufélögin getur enska úrvalsdeildin staðfest að fyrir utan frestaðan leik Tottenham Hotspur og Everton munu aðrir leikir í borginni fara fram samkvæmt áætlun,“ segir í tilkynningunni.

Framkvæmdastjóri ensku úrvalsdeildarinnar, Richard Scudamore, segir ákvörðunina um að fresta viðureign Tottenham og Everton hafa verið tekna í samráði við lögregluyfirvöld. Skemmdarverk á nágrenni White Hart Lane, heimavelli Tottenham, hafi ráðið mestu um ákvörðunina.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×