Fótbolti

Fyrrum landsliðsmaður Mexíkó skotinn til bana

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Nordic Photos/AFP
Ignacio Flores er látinn eftir að flutningabíll sem hann var farþegi í lenti í skotárás nærri borginni Cuernavaca í suðurhluta Mexíkó. Skotmennirnir eru ófundnir og ástæða skotárásarinnar ókunn.

Flores var á ferðalagi ásamt fjölskyldu sinni og fleirum þegar atvikið átti sér stað. Tveir fullorðnir slösuðust í árásinni og eitt barn fékk taugaáfall samkvæmt fjölmiðlum í Mexíkó.

Hinn 58 ára gamli Flores var í landsliði Mexíkó á heimsmeistaramótinu í Argentínu árið 1978. Hægri bakvörðurinn, sem vann fimm deildartitla með Cruz Axul á áttunda áratugnum, var bróðir Luis Flores sem spilaði á HM 1986 og er einn markahæsti leikmaður í sögu þjóðarinnar.

Borgin Cuernavaca og Acapulco við Kyrrahafið í Mexíkó hafa verið vettvangur átaka milli eiturlyfjagengja á undanförnum árum. Yfir 42 þúsund manns hafa látið lífið í Mexíkó vegna ofbeldis í tengslum við eiturlyf síðan árið 2006.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×