Enski boltinn

Moyes vill fá Sturridge til Everton á láni

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sturridge í leik með Chelsea í sumar.
Sturridge í leik með Chelsea í sumar. Mynd./ Getty Images
David Moyes, knattspyrnustjóri Everton, hefur verið í viðræðum við Chelsea um að fá Daniel Sturridge til liðs við félagið á láni, en leikmaðurinn sló í gegn á síðasta tímabili þegar hann var lánaður frá Chelsea til Bolton í janúar.

Moyes hreifst af þessum unga og efnilega leikmanni á síðasta tímabili og ætlar sér að klófesta Sturridge fyrir lok félagsskiptagluggans. 

Knattspyrnustjórinn hefur tvisvar áður reynt að fá leikmanninn til liðs við Everton í sumar en Andre Villas-Boas, knattspyrnustjóri Chelsea, hefur ávallt tekið fyrir það, en Moyes ætlar sér ekki að gefast upp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×