Enski boltinn

Suarez í byrjunarliðinu, búinn að skora og misnota víti

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Suarez er allt í öllu á Anfield í dag.
Suarez er allt í öllu á Anfield í dag. Nordic Photos/AFP
Charlie Adam, Jordan Henderson, Stewart Downing og Jose Enrique eru allir í byrjunarliði Liverpool sem leikur gegn Sunderland á Anfield. Þá er Luis Suarez í framlínunni en hann hefur þegar brennt af vítaspyrnu og skorað fyrsta mark ensku úrvalsdeildarinnar í ár.

Suarez slapp einn í gegn eftir nokkra mínútna leik eftir mistök Kieran Richardson hjá Sunderland. Richardson elti Suarez uppi og braut á honum. Vildu margir Liverpool-stuðningsmenn fá rautt á Suarez en Phil Dowd sýndi honum gult og dæmdi víti. Suarez skaut hins vegar langt yfir markið úr spyrnunni.

Suarez lét vítaspyrnuna ekki á sig fá og kom Liverpool yfir með skalla eftir hornspyrnu Charlie Adam. Wes Brown er í byrjunarliði Sunderland líkt og Sebastian Larsson. Sunderland keypti tíu nýja leikmenn til liðsins í sumar.

Leikurinn er í beinni útsendingu á Stöð2 Sport2 og þá er hægt að fylgjast með honum og öðrum leikjum í Boltavakt Fréttablaðsins og Vísis.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×