Enski boltinn

Englandsmeistararnir hefja titilvörn sína með sigri

Stefán Árni Pálsson skrifar
Wayne Rooney gerði eitt mark í dag.
Wayne Rooney gerði eitt mark í dag. Nordic Photos/AFP
Englandsmeistararnir í Manchester United unnu sinn fyrsta leik í deildinni í ár þegar þeir sóttu WBA heim, en leiknum lauk með sigri rauðu djöflana, 2-1.

Wayne Rooney kom Man. Utd. yfir þegar tæplega korter var liðið af leiknum en hann skaut boltanum óverjandi í netið rétt fyrir utan teig.

Næstu mínútur fengu Man. Utd. fjöldann allan af dauðafærum en liðið náði ekki að nýta sér þau. Þvert gegn gangi leiksins náði WBA að jafna metin þegar Shane Long skaut boltanum í netið, en David De Gea, markvörður Man. Utd., missti boltann undir sig og skrifast markið algjörlega á nýliðann. Staðan var því 1-1 í hálfleik.

Síðari hálfleikurinn var heldur rólegri en sá fyrri en meistararnir náðu að innbyrða sigur eftir að Steven Reid, leikmaður WBA, skoraði sjálfsmark. Ashley Young, leikmaður Man. Utd, prjónaði sig í gegnum vörn WBA, átti fína fyrirgjöf fyrir markið sem rataði beint í Reid og þaðan í netið. 2-1 sigur Englandsmeistarana því í höfn.

Ekkert lið náði að sigra á heimavelli um helgina í ensku úrvalsdeildinni og það kemur virkilega á óvart.



Staðan í ensku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×