Enski boltinn

Styttist í endurkomu Steven Gerrard hjá Liverpool

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er byrjaður að æfa á ný eftir að hann varð lagður inn á sjúkrahús vegna sýkingar í nára.
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er byrjaður að æfa á ný eftir að hann varð lagður inn á sjúkrahús vegna sýkingar í nára. Nordic Photos/ Getty Images
Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, er byrjaður að æfa á ný eftir að hann varð lagður inn á sjúkrahús vegna sýkingar í nára. Enski landsliðsmaðurinn hefur ekkert leikið með liðinu frá því hann fór í aðger á nára í mars á þessu ári en hann fékk sýkingu á það svæði rétt áður en að keppnistímabilið hófst.

Gerrard er á undan áætlun hvað varðar endurkomu hans í liðið og vonast forráðamenn liðsins eftir því að hann geti brátt tekið þátt í sameiginlegum æfingum Liverpool. Gerrard stefnir á að vera klár í slaginn um miðjan september. Kenny Dalglish knattspyrnustjóri Liverpool sagði við fréttamenn í dag að Gerrard myndi auka æfingaálagið í þessari viku.

Varnarmaðurinn Martin Skretl er einnig byrjaður að æfa á ný eftir meiðsli í kálfavöða en það er óljóst hvenær Fabio Aurelio verði tilbúinn eftir meiðsli á hásin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×