Enski boltinn

Benayoun og Kalou með í nýju tilboði Chelsea í Luka Modric

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Luka Modric og Harry Redknapp.
Luka Modric og Harry Redknapp. Mynd/Nordic Photos/Getty
Það lítur allt út fyrir það að Chelsea muni gera Tottenham þriðja tilboðið í Króatann Luka Modric á næstu dögum en Tottenham hefur þegar hafnað tilboðum upp á 22 milljónir punda og 27 milljónir punda.

Guardian hefur heimildir fyrir því að Chelsea sé að melta það að bjóða þá Yossi Benayoun og Salomon Kalou í kaupbæti í nýju tilboði sínu í Luka Modric. Tottenham myndi þá fá 27 milljónir punda og þessa tvo leikmenn.

Luka Modric hefur ekki farið leynt með það að hann vill komast til Chelsea og sú afstaða hans gæti þvingað Tottenham í að selja hann fái félagið mjög gott tilboð. Spurs ætlaði aldrei að selja Michael Carrick eða Dimitar Berbatov á sínum tíma en gaf eftir að lokum og seldi þá báða til Manchester United.

Chelsea er líka að horfa í kringum sig takist félaginu ekki að kaupa Modric frá Tottenham. André Villas-Boas, stjóri Chelsea, hefur þannig áhuga á landa sínum Raul Meireles hjá Liverpool en ekki er vitað hvort Meireles standi Chelsea til boða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×